Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 130
128
1—
ÚRVAI.
Rödd húsbónda hennar
„Nú.... opnaðu.... sesam,“ skipaði Arnold Lesti í Kensington í
Marylandfylki i Bandaríkjunum. Og hurðin að fundarherberginu opn-
aðist strax. Hin trúa Þjónustustúlka Lesti, sem ber nafnið Cynthia og
er 4 ára gömul, 6 fet á hæð og fremur þrekvaxin eða 2 fet á breidd,
var hér að verki. Hún er útbúin nægilegum rafeindatækjum frá hvirfli
til ilja til þess að gera hana að sönnum snillingi í hinum harða sam-
keppnisheimi rafreiknanna. Hún sýnir viðbrögð við skipunum, sem
gefnar eru með mannsrödd, þar sem flesta aðra rafreikna þarf aftur
á móti að mata á gataspjöldum eða segulböndum. Og það er ekki hægt
að blekkja Cynthiu. „Opnaðu.... nú.... sesam,“ sagði Lesti. En nú
hreyfðist hurðin ekki, því að orðaröðin var ekki hin sama. „Hún er
búin að læra lexíuna sína vel,“ sagði Lesti. „Henni hefur verið kennt
að opna hurðina, svo framarlega sem ég gef henni rétta skipun, ep
annars ekki.“
Cynthia getur einnig greint á milli orða, sem hljóma mjög líkt, t.d.
„jól“ og „ól“. Hún er mjög næm, hvað snertir raddgreiningu. Hún
hlýðir aðeins húsbónda sínum og skapara, Arnold Lesti, ef hann kennir
henni að gera svo, en það er einnig hægt að kenna henni að hlýða
hverjum sem er. Þessi námshæfileiki er bezti hæfileiki Cynthiu. Hún
lærir líka af reynslunni eins og fólk gerir. Lesti gefur henni skipun
og ýtir á hnapp til þess að segja henni, hvað hún eigi að gera, þegar
hún heyri skipun þessa. I fyrstu gerir hún mistök, en hún lærir af
þeim, og brátt lærir hún lexíu sína á réttan hátt.
„Þessi gervigreindarvél, hún Cynthia, býr yfir hæfileika til þess
að endurþekkja og skilja hugmyndir, svo að þegar hún sér eitthvað sem
hún hefur aldrei séð áður, eða heyrir eitthvað, sem hún hefur aldrei
heyrt áður, þá getur hún greint, undir hvaða flokk þessi nýjung heyrir
eða hvaða hugmynd hún er í tengslum við, og þannig getur hún fundið
rétt svar,“ segir Lesti. 1 framtíðinni munu Cyhthiur þessar geta lesið
vélritað, prentað eða skrifað efni og skilið merkingu heilla setninga,
málsgreina, blaðsíðna og bóka, hvort sem efni þeirra er ritað eða talað.
Um þetta segir Lesti enn fremur: „Aðeins svolítillar viðbótarhæfni er
þörf, áður en við höfum eignazt vél, sem getur haldið uppi skynsamlegum
samræðum eða leyst hin flóknustu verkefni. Sá dagur er ekki langt
undan, þegar við getum fjöldaframleitt vísindamenn og verkfræðinga."
Science Digest