Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 13
VISTHEIMILI FYRIR UNGBORN
11
andleg líðan og þroski barnanna
færi lítið eftir líkamlegri umönn-
un þeirra. Þeim börnum leið bezt,
sem fengu móðurstaðgengil, er þau
gátu tengzt sterkum böndum. Aft-
ur á móti var mikil hætta á ferð-
um, þegar barnið dvaldist á stofn-
unum, þar sem enginn einn tók það
að sér, heldur skiptu margar fóstr-
ur og hjúkrunarlið með sér umsjá
þess.
Athyglisverður er einnig saman-
burður, sem R. Spitz gerði á börn-
um tveggja stofnana: fæðingarheim-
ilis og upptökuheimilis. Bæði heim-
ilin voru ágæt, hvað varðaði húsa-
kynni, hreinlæti, mataræði og
klæðnað barnanna. A fyrrnefnda
heimilinu var eitthvað meira af
leikföngum og börnunum var gert
auðveldara fyrir að hreyfa sig. En
aðalmunurinn var fólginn í því, að
á upptökuheimilinu voru börnin
að öllu leyti í umsjá hjúkrunar-
liðs og hafði hver stúlka veg og
vanda af 8 börnum. Á hinu heim-
ilinu dvöldust mæðurnar ásamt
börnunum og hlutverk hjúkrunar-
kvennanna var að kenna þeim að
annast börnin. Þrátt fyrir það, að
börn upptökuheimilisins virtust
andlega talsvert betur úr garði
gerð, drógust þau fljótt mjög aftur
úr um þroska. Frá 4—8 mánaða
aldri lækkaði þroskastig þeirra úr
127 stigum í 72 stig. En á sama
tíma hækkaði þroskastig hinna úr
101,5 stigum í 105 stig. Dauðsföll
voru geysilega mörg á upptöku-
heimilinu, en á fæðingarheimilinu
voru þau hliðstæð því, sem gerist
á venjulegum einkaheimilum.
Þegar Spitz reyndi að finna á-
stæðurnar fyrir þessum greinilega
mun á börnum hinna tveggja stofn-
ana, gat hann ekki ályktað öðru
vísi en svo: „Það er sannfæring
vor, að þau (þ. e. börn upptöku-
heimilisins) þjáist af því, að í skyn-
heim þeirra vantar mannlegan fé-
lagsskap, af því aið einangrunin
kemur í veg fyrir örvun frá móð-
urstaðgengli."
Ég hef haft þessar tilvitnanir svo
langar til þess að ljóst verði, að
um þessi mál hefur verið ritað æði
ýtarlega á íslenzku og það í ritum,
sem telja verður, að þeim, sem við
þessi mál fást sé skylt að kynna
sér. Ennfremur vildi ég, að þær
fræðilegu forsendur, sem byggja
þarf á, þegar hugað er að starf-
rækslu vistheimila fyrir ungbörn,
kæmu skýrt fram. Skal nú vikið
að hinni hagnýtu hlið málsins, þ.
e. hvernig reka beri slíkar stofn-
anir, svo að börnin bíði sem minnst
tjón af. Ég tek þó ekki nema helztu
drættina, þá sem ég hygg að flest-
ir geti verið sammála um, og þá
sem í rauninni liggja alveg í aug-
um uppi, ef menn á annað borð
vilja taka niðurstöður þessara rann-
sókna og annarra hliðstæðra til
greina. Eins og áður getur, ber af
öllum mætti að forðast, að tengsl
móður og bams rofni meira en
nauðsynlegt er. Það er þungamiðja
alls og allar ráðstafanir stefna að
því, að hamla gegn aðskilnaði eða
þá að reyna að bæta barninu hann
upp með öllum ráðum. Af þessum
sökum er móðurinni gert að skyldu
— þegar hægt er að koma því við
— að heimsækja barnið á hverjum
degi og annast það að einhverju