Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 18
16
karlar dönsuðu og döðruðu af svo
miklu hispursleysi, að það var sem
engar siðareglur giltu lengur, enda
duldust allir bak við grímur sínar.
18 ára stúlka í snjóhvítri skikkju
yfirgaf hópinn, sem hún hafði kom-
ið með á dansleikinn. Hún reikaði
um mannþyrpinguna og kom þá
auga á ungan mann, sem var að
kyssa konu eina. Konunni tókst að
komast undan og flýtti hún sér
hlæjandi burt.
Það var eitthvað í fari þessa unga
manns, sem dró ungu stúlkuna að
honum, eitthvað við útlit hans og
persónu alla, göfugmannlegan og
glæstan limaburð hans og glaðværð,
sem einkenndist þó af virðuleik.
Hún var gripin æsingu vegna hinn-
ar óvenjulegu ærslafengu glaðværð-
ar umhverfis hana. Hún fór ekki
oft á dansleiki, og það ríkti engin
glaðværð á heimili hennar. Hún
hafði drukkið nokkur glös af víni.
Hún var næmari fyrir öllum áhrif-
um en endranær og skynjaði allt á
miklu sterkari hátt. Hún gekk í
áttina til unga mannsins.
Hann var líka gagntekinn af hrifn-
ingu og gleði. Hann var að heim-
sækja París í fyrsta sinni í ferð um
Evrópu, og var ferð sú lokaþáttur-
inn í menntun hans. Einkakennari
hans var alltaf á næstu grösum, jafn-
vel þarna á dansleiknum, og hafði
auga með honum. En hann var samt
frjáls gerða sinna. Hann hafði al-
drei verið umkringdur slíkri iita-
dýrð, slíku masi og skvaldri, slíkum
leikandi hreyfingum, svo mörgum
glæstum konum. Hann kann að hafa
verið ringlaður vegna allra þessara
áhrifa, en samt fannst honum hugur
ÚRVAL
sinn vera heiðari og tærari en hann
hafði nokkru sinni verið.
Hvítklæddu stúlkunni, sem kom
svífandi í áltina til hans, hefur ver-
ið lýst á eftirfarandi hátt af Madame
Vigée Lebrun, sem var andlitsmál-
ari við frönsku hirðina um þetta
leyti:
„Hún gengur á sérstaklega glæsi-
legan hátt. Maður verður varla var
við skrefin, sem hún tekur. Hún
líður áfram með óviðjafnanlegum
glæsileika og ber höfuðið tignar-
lega.“
Og hið andríka, enska skáld, Hor-
ace Walpole, mælti þessi orð um
hana:
„Allar þokkagyðjurnar, Hebe og
Flora, Helena og þær allar saman,
eru sem grófgerðar kvensur í sam-
anburði við hana. Þegar hún hreyf-
ir sig, er hún persónugervingur töfr-
anna.“
Unga stúlkan og ungi pilturinn,
sem var einnig 18 ára, fóru að tala
saman. Þau hlógu. Þau ræddu um
fólkið umhverfis sig og töluðu svo-
lítið um sig sjálf.
Uppi á svölunum stóðu tveir
menn og virtu ungu hjúin fyrir
sér. Þetta voru þreknir og þöglir
menn, sem höfðu komið á dans-
leikinn til þess að sjá, hvað þar
færi fram, en ekki til þess að taka
þátt í honum sjálfir. Annar þeirra
var ríkiserfinginn, sem varð bráð-
lega Lúðvík 18., konungur Frakk-
lands, og hinn var bróðir hans, de
Provence greifi. Það var erfitt að
geta sér til um, hvaða hugsanir hafi
verið á reiki í sljóum hugum þeirra.
Vissulega hafa þeir ekki haft vel-
þóknun á daðri ungu stúlkunnar,