Úrval - 01.08.1967, Síða 20
18
sónurnar við hirðina væru, auk rík-
iserfingjans, þær Madame Adelaide,
Madame Victoire, Madame Sophie
og Madame Louise, dætur gamla
konungsins, en þær voru allar pip-
armeyjar. Sú elzta, Madame Adela-
ide, var geysilega viljasterk og siða-
vönd. Hún var argasti harðstjóri.
Það var erfitt að geta sér til um,
hvort hefur verið óskemmtilegra
fyrir Marie Antoinette, að þurfa að
lúta ósveigjanlegri stjórn Madame
Adelaide og hinna piparmeyjanna,
systra hennar, eða þurfa að kyngja
þeirri móðgun að verða að þekkja
og umgangast persónu sem du
Baríy, sem gamli konungurinn hafði
skipað í einn æðsta sessinn við hirð-
ina.
En það óskemmtilegasta var samt
ríkiserfinginn sjálfur, eiginmaður
hennar.
Hann var stórvaxinn og klunna-
legur. Hann talaði sjaldan. Hann
hafði engan persónuþokka og var
algera laus við allt andríki. Hann
tók aðeins þátt í lífinu við hirðina,
þegar hann neyddist til slíks, en
með algeru sinnuleysi og sljóleika.
Honum fannst gaman að vinna í
smiðju sem járnsmiður og lása-
smiður, og honum fannst gaman að
veiðum. Hann bjó ekki yfir nein-
um sérstökum hæfileikum, og aug-
sýnilega hafði hann enga löngun til
þess að verða prins, konungur eða
eiginmaður. Hér á eftir getur að
líta dagbókarfærslur hans, og ná
þær yfir rúmlega tveggja vikna
skeið, þar á meðal brúðkaup hans:
Sunnudagur, 13.:
Fór frá Versölum. — Borðaði
kvöldverð ofe svaf í Compignée,
ÚRVAL
á heimili M. de. Saint-Florentin.
Mánudagur, 14.:
Viðtal við Mademe la Dauphine.
Þriðjudagur, 15.:
Borðaði kvöldverð hjá La Mu-
ette. Svaf í Versölum.
Miðvikudagur, 16.:
Brúðkaup mitt. íbúð í „gallerí-
inu“. Konungleg veizla í Salle
d‘Opera.
Fimmtudagur, 17.:
Óperusýning á „Perseusi“.
Föstudagur, 18.:
Hjartarveiðar. Hittumst í La
Belle Image. Felldi einn.
Laugardagur, 19.:
Viðhafnardansleikur í Salla d‘
Opera. Flugeldasýning.
Fimmtudagur, 31.:
Ég fékk illt í magann.
Hann hafði engan áhuga á kon-
um og gaf sér lítinn tíma til þss að
sinna brúði sinni.
Og þetta var líf það, sem Marie
Antoinette hafði lifað undanfarið,
er hún hitti Axel Fersen greifa á
dansleiknum og daðraði svolítið við
hann... .
Fersen fór frá París strax að
dansleiknum loknum og hélt áfram
hinni miklu ferð sinni um Evrópu.
Hann sá ekki Marie Antoinette aft-
ur fyrr en að fjórum árum liðnum.
Þegar Fersen sneri aftur til Par-
ísar og var kynntur við hirðina í
Versölum, var Marie Antoinette
orðin drottning. Hún átti von á
barni, og hún var óhamingjusöm
í hjónabandinu. Þegar hún sá Fer-
sen, sagði hún:
„Ó, gamall kunningi!"
Og hún tók aftur gleði sína.
Hann kom aftur til hirðarinnar,