Úrval - 01.08.1967, Síða 24
22
ÚRVAL
tímis þeim, en halda í aðra átt en
hinir meðlimir konungsfjölskyld-
unnar.
Þeim voru útveguð rússnesk vega-
bréf. Því var komið þannig fyrir,
að barnfóstra barnanna, Madame de
Tourzel, átti að látast vera rússnesk
kona, Madame Korff að nafni, sem
væri að halda heim til Rússlands
með fjölskyldu sína. Konungsbörn-
in áttu að vera dætur hennar. Kon-
ungurinn átti að vera þjónn hennar.
Marie Antoinette átti að vera barn-
fóstra hennar, og Madame Elisabeth,
systir konungs, átti að vera þerna
hennar.
Þau áttu að fara í vagni til Mont-
médy, þar sem herlið undir stjórn
de Bouillé hershöfðingja, frænda
Lafavette, átti að hitta þau og
hjálpa til þess að koma þeim und-
an.
Fersen skipulagði þetta allt sam-
an. Líf konunnar, sem hann elsk-
aði, var undir því komið, að hon-
um mistækist nú ekkert....
Klukkan var 11 að kvöldi þann
20. júní árið 1791. Fyrir framan
hallardyr Tuilerieshallarinnar stóð
venjulegur vagn. Maðurinn í ekils-
sætinu var Axel Fersen. Drottning-
in setti bæði börnin sín upp í vagn-
inn, og barnfóstran, sem átti að lát-
ast vera Madame Korff, fór með
þeim. Þau földu sig aftan til í vagn-
inum, meðan Fersen ók um París,
þangað til hinir meðlimir konungs-
fjölskyldunnar yrðu tilbúnir.
Eftir að hafa ekið um alllengi,
gafst hann upp á því, og hann stanz-
aði þess vegna við biðstöð teigu-
vagna skammt frá höllinni. Annar
ekill, sem beið þar nálægt, yfirgaf
nú vagn sinn og gekk yfir til Fer-
sens og fór að tala við hann. Fer-
sen tókst að losna við hann án þess
að vekja grun.
Honum hafði enn tekizt að reyn-
ast hinni ástfólgnu konu sönn hjálp-
arhella.
Skömmu síðar yfirgaf Fersen
vagninn og gekk yfir til konu einn-
ar, sem sat á garðbekk þar nálægt.
Hann gekk fram hjá henni og á-
varpaði hana, líkt og hann væri að
reyna að hefja daður við hana. —
Þetta var Madame Elisabeth. Flann
varð að ganga tvisvar fram hjá
henni og ávarpa hana, áður en hún
gegndi merki þessu og gekk yfir
til vagnsins. Hún faldi sig að svo
búnu í honum við hlið barnfóstr-
unnar og barnanna.
Loksins kom konungur út úr
höllinni í fylgd með varðmanni ein-
um. Hann steig einnig upp í vagn-
inn.
Og síðust kom svo Marie Antoin-
ette. Það var einnig varðmaður í
fylgd með henni. Hún hafði læst
hallardyrunum á eftir sér, og þau
höfðu villzt á leiðinni til vagnsins.
Fersen hafði beðið komu hennar
mjög áhyggjufullur, og nú létti hon-
um stórum.
Fljótt á litið virtist Fersen vera
venjulegur leiguvagnaekill með
venjulega farþega. Hann ók þeim
nú til þess staðar, þar sem stærri
vagn átti að taka þau. Fólk, sem
þáu óku fram hjá á götum borgar-
innar, virtist ekki gruna neitt.
Þau stigu öll niður úr vagninum
og klöngruðust upp í stóra vagn-
inn. Fersen settist enn á ný í ekils-
sætið. Og svo lögðu þau af stað. . . .