Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 24

Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 24
22 ÚRVAL tímis þeim, en halda í aðra átt en hinir meðlimir konungsfjölskyld- unnar. Þeim voru útveguð rússnesk vega- bréf. Því var komið þannig fyrir, að barnfóstra barnanna, Madame de Tourzel, átti að látast vera rússnesk kona, Madame Korff að nafni, sem væri að halda heim til Rússlands með fjölskyldu sína. Konungsbörn- in áttu að vera dætur hennar. Kon- ungurinn átti að vera þjónn hennar. Marie Antoinette átti að vera barn- fóstra hennar, og Madame Elisabeth, systir konungs, átti að vera þerna hennar. Þau áttu að fara í vagni til Mont- médy, þar sem herlið undir stjórn de Bouillé hershöfðingja, frænda Lafavette, átti að hitta þau og hjálpa til þess að koma þeim und- an. Fersen skipulagði þetta allt sam- an. Líf konunnar, sem hann elsk- aði, var undir því komið, að hon- um mistækist nú ekkert.... Klukkan var 11 að kvöldi þann 20. júní árið 1791. Fyrir framan hallardyr Tuilerieshallarinnar stóð venjulegur vagn. Maðurinn í ekils- sætinu var Axel Fersen. Drottning- in setti bæði börnin sín upp í vagn- inn, og barnfóstran, sem átti að lát- ast vera Madame Korff, fór með þeim. Þau földu sig aftan til í vagn- inum, meðan Fersen ók um París, þangað til hinir meðlimir konungs- fjölskyldunnar yrðu tilbúnir. Eftir að hafa ekið um alllengi, gafst hann upp á því, og hann stanz- aði þess vegna við biðstöð teigu- vagna skammt frá höllinni. Annar ekill, sem beið þar nálægt, yfirgaf nú vagn sinn og gekk yfir til Fer- sens og fór að tala við hann. Fer- sen tókst að losna við hann án þess að vekja grun. Honum hafði enn tekizt að reyn- ast hinni ástfólgnu konu sönn hjálp- arhella. Skömmu síðar yfirgaf Fersen vagninn og gekk yfir til konu einn- ar, sem sat á garðbekk þar nálægt. Hann gekk fram hjá henni og á- varpaði hana, líkt og hann væri að reyna að hefja daður við hana. — Þetta var Madame Elisabeth. Flann varð að ganga tvisvar fram hjá henni og ávarpa hana, áður en hún gegndi merki þessu og gekk yfir til vagnsins. Hún faldi sig að svo búnu í honum við hlið barnfóstr- unnar og barnanna. Loksins kom konungur út úr höllinni í fylgd með varðmanni ein- um. Hann steig einnig upp í vagn- inn. Og síðust kom svo Marie Antoin- ette. Það var einnig varðmaður í fylgd með henni. Hún hafði læst hallardyrunum á eftir sér, og þau höfðu villzt á leiðinni til vagnsins. Fersen hafði beðið komu hennar mjög áhyggjufullur, og nú létti hon- um stórum. Fljótt á litið virtist Fersen vera venjulegur leiguvagnaekill með venjulega farþega. Hann ók þeim nú til þess staðar, þar sem stærri vagn átti að taka þau. Fólk, sem þáu óku fram hjá á götum borgar- innar, virtist ekki gruna neitt. Þau stigu öll niður úr vagninum og klöngruðust upp í stóra vagn- inn. Fersen settist enn á ný í ekils- sætið. Og svo lögðu þau af stað. . . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.