Úrval - 01.08.1967, Síða 25
MARIE ANTOINETTE OG AXEL FERSEN
23
Lúðvík 16. virtist það áskapnað að
verða að eyðileggja sérhverja áætl-
un. Skyndilega tilkynnti hann, að
það væri ekki viðeigandi, að Lúð-
vík 16. héldi í fylgd erlends aðals-
manns til móts við frönsku her-
deildina, sem átti að bjarga hon-
um. í bænum Bondy krafðist hann
þess því, að Fersen yfirgæfi þau.
Konungur þakkaði honum aðstoð-
ina og tók svo sjálfur við taumum
hins risastóra vagns. Drottningin
brast í grát.... /
Fersen komst undan. Bróðir kon-
ungs og mágkona komust einnig
undan. En konungur var tekinn
fastur ásamt þeim hinum, sem í
vagninum voru, og var það ein-
göngu vegna margs konar mistaka
hans....
Konungur dó á höggstokknum. —-
Fersen var í Briissel algerlega pen-
ingalaus og var árangurslaust að
reyna að finna einhver ráð til þess
að bjarga Marie Antoinette. Hún
var hjálparvana. Honum var sagt,
að hún hefði verið tekin af lífi á-
samt konungi, og hann hefði enga
ástæðu til þess að efast um, að svo
væri.
En henni var þess í stað haldið
sem fanga í einangrunarklefa, og
réttarhöldin voru haldin yfir henni
í einrúmi.
Fersen var erlendis, þegar henni
var ekið um stræti Parísarborgar
líkt og manni hennar, og hún Iét
lífið á höggstokknum. . . .
Það kom að því, að Fersen hlaut
tignarstöðu og titil föður síns. Hann
hóf þátttöku í opinberum málum
Svíþjóðar. Hann umgekkst aðeins
fátt fólk.
Þá ríkti mikil togstreita í Svíþjóð
um það, hver skyldi taka við kon-
ugntign. Karl 13. var að dauða kom-
inn. Prinsarnir Kristján og Gústaf
kepptu báðir um konungstignina. —
Fersen studdi Gústaf prins í átök-
um þessum.
Kristján prins dó síðan skyndi-
lega. Það var almennt uppnám.—
Fersen var ásakaður um að hafa
drepið hann á eitri. Kristján prins
var jarðaður, og var Fersen við-
staddur jarðarförina. Hópur bál
reiðra stuðningsmanna hins Iátna
prins réðst að vagni Fersens og
grýtti hann. Fersen var dreginn nið-
ur úr vagninum og honum síðan
varpað til jarðar. Vinir hans reyndu
að verja hann, en óvinir hans sóttu
á. Það lá alveg við, að vinum hans
tækist að bjarga honum, en síðan
náðu óvinir hans honum að nýju.
Og svo fór, að lýðurinn myrti hann
á grimmilegan hátt.
Þetta gerðist þann 20. júní árið
1810. Þá voru liðin 19 ár, alveg upp
á dag, frá þeim degi, þegar hann
bafði árangurslaust reynt að bjarga
Marie Antoinette undan reiðiflóði
stj órnarbyltingarinnar.
E'nginn maður hefur nokkru sinni sagt við konu, að hún talaði of
mikið, meðan hún var að segja honum, hversu stórkostlegur hann væri.
Earl Wilson