Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 27
KÓRANINN
25
hið argasta guðlast, þar sem þeir
trúa því staðfastlega að höfundur
Kóranins sé enginn annar en Allah
sjálfur. Þeir trúa því að frumein-
takið hafi legið, frá upphafi allra
hluta, á borði við hliðina á hásæti
Allah á himnum. Eftirrit af þessu
eintaki, var ritað á pappír og bund-
ið í silki og skreytt gulli og eðal-
steinum og var það flutt af himnum
af erkienglinum Gabriel, sem sýndi
Múhameð það við ýmis tækifæri,
venjulega einu sinni á ári, en þó
tvisvar síðasta árið sem spámaður-
inn var boðberi Allah. Því er jafn-
framt trúað að Gabriel hafi lesið
iðulega og við ýms tækifæri kafla
fyrir Múhameð á tímabili, sem tók
yfir tuttugu ár, og síðan endurtók
spámaðurinn fyrir skrifurunum orð
Gabriels, en þeir rituðu niður orð-
in um leið og þau féllu frá vörum
hans, eða geymdu þau sér í minni.
Múhameð nefndi Kóraninn
kraftaverk, og að nokkru leyti, án
þess tillit sé tekið til trúarlegs mik-
ilvægis hans, er hann það. Hann
er ritaður á hreinustu og sígildustu
arabisku, sem nokkru sinni hefur
verið um að ræða, og reyndar var
ekkert til sem hét arabiska fyrir
daga hans annað en slitur af hjú-
skaparlögum og ástasöngvum. Það
er vegna Koranins að arabiska er
eitt af fjölnotuðustu tungumálum
heims í dag, og ekki einasta notað
af aröbum, heldur einnig í mörgum
löndum, ýmist sem aðaltunga eða
hjálpartunga. Hvar sem Moslems
eru niðurkomnir á hnettinum, hvort
heidur það er i Norður-Afríku,
Austurlöndum nær, Nigeríu, Mada-
gascar, Zanzibar eða annars staðar,
þá er Kóraninn venjulega grundvall-
arritið á þessum stöðum í menntun,
lögum og stjórnmálum. Moslems
telja að það sé algerlega hægt að
treysta Kóraninum, sem fullkomn-
um leiðbeinanda í öllu sem fyrir
kemur í daglegu lífi.
Þetta er ekki mjög stór bók,
vissulega ekki — um það bil þrír
fjórðu af lengd Nýja-testamentisins.
Samkvæmt Moslems talnameistara
einum er fjöldi orða 77 þús. 639, en
annar hefur talið þau 77 þús. 934.
Einhver taldi stafina og sagði þá
vera 323 þús. 015.
Það er eins um Koraninn og Biblí-
una að honum er skipt í kafla og
vers. Kaflarnir eru kallaðir suras,
og eru 114 að tölu, og eru mjög mis-
munandi að lengd. Það má segja að
niðurröðunin miðist við lengd kafl-
anna, þannig að þeir lengstu eru
fyrstir, en sé aftur raðað eftir ár-
setningu, líklegri er þessu öfugt
farið, þar sem styttri kaflarnir eru
í meginatriðum frá fyrstu trúboðs-
dögum Múhameðs, þegar hann var
í Mekka, og lengri kaflarnir heyra
til tímabilinu, eftir að hann fór frá
Mekka og hafði tekið sér bólfestu
í Medina.
Það er þó um eina undantekn-
ingu að ræða frá þessari skilgrein-
ingu, og hún er sú, að kaflinn sem
Kóraninn hefst á, er einn af stytztu
köflunum, og er ekki nema hálf
tylft lína. Þetta vers er Moslems
hliðstæðan af Faðir vorinu, og það
er haft yfir af trúuðum Moslems,
hvar sem er í heiminum nokkrum
sinnum á dag. Það er nefnt Fatihah
(það er formáli eða kynning, eða
inngangsorð) — og