Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 32
30
ÚRVAL
mann né þverlyndan mann, heldur
a'ðeins sem sjúkling.
Um tíma lilu flestir svo á að sá
væri ofdrykkjumaður, sem farinn
væri að drekka fyrir klukkan fimm
síðdegis. En nú er algengt, að menn
ræðist við um viðskipti sín yfir
morgunverði sem rauðvín fylgir
eða að Martini sé látið standa á
því hádegisverðarbokði, sem haft
er til reiðu í sama tilgangi. Þeir eru
margir, sem drekka gjarnan hve-
nær dagsins sem er, og mættu þeir
þá líka vera ekki alveg ófróðir um
verkanir áfengis.
Áfengi er deyfilyf, sem verkar á
miðtaugakerfið og gætir áhrifa þess
jafnt á skapsmunum, á framkomu
og á því valdi sem maðurinn hef-
ur á hreyfingum sínum eða við-
brögðum hans við ytri áhrifum. —•
Áfengi er sljóvgandi en ekki hress-
andi. Meðal þess, sem fyrst sljóvg-
ast af völdum áfengis, eru hinar
ýmsu hömlur sem maðurinn hefur
að jafnaði á sér og framkomu sinni,
en samfara því kemur fram sú
þæginda- og vellíðunartilfinning,
sem menn eru að sækjast eftir, þeg-
ar þeir neyta áfengis. Sé drykkj-
unni haldið áfram, fer maðurinn að
missa stjórn á hreyfingum sínum,
jafnframt því sem dómgreind,
minni og einbeitingarhæfileiki
sljóvgast, og enginn vafi er á því
að vitið fer sömu leið jafnframt
því sem marklaust sjálfsálit vex
upp úr öllu valdi. En sé nógu mik-
ið og lengi drukkið, lamast öll hug-
arstarfsemi og maðurinn verður
dauðadrukkinn.
Áfengi vinnur fljótt á. Það er
eitt þeirra fáu efna sem komast
inn í blóðið úr maganum beint eða
gegnum „veggi“ hans. Það örvar
myndun magasafans og á sumum
ertir það magaopið. Láli menn því
of mikið ofan í sig af áfengi endr-
um og sinnum, bregzt líkaminn til
varnar á sinn hátt og losar sig
við hinn óboðna gest. Þetta á við
um hófsama drykkjumenn, enda
hefur verið reiknað út að þeir verði
engu skammlífari en bindindis-
menn.
Ekki er þó svo að skilja að áfengi
sé alltaf skaðlaust. Það er heimsk-
andi, „margan stelur viti vín“ og
að sama skapi skaðar það eðlileg
viðbrögð líkamans. Sérstaklega er
hættulegt að taka það með róandi
og verkeyðandi lyfjum, deyfilyfjum
eða með örvandi lyfjum. Þá geta
jafnvel litlir skammtar orðið mjög
hættulegir. Enda er sjaldan hafður
læknir með í ráðum við neyzlu
þess.
Það er löngu hætt að nota áfengi
sem læknislyf eða það gerir eng-
inn sem vit hefur á. Áður fyrr gáfu
læknar það til að örva matarlyst,
starfsþrek, blóðrásina eða til að
herða menn fyrir sársauka, verja
kvefi eða lungnabólgu eða sem
móteitur við höggormsbiti. — Það
gagnaði reyndar meira eða minna
við sumu af þessu. En nú eru til
meðul sem á allan hátt taka áfeng-
inu fram.
Sumir hafa brennivín til þess að
hita sig upp þegar þeir þurfa að
vera úti í kulda. Það getur reyndar
skapað hlýindatilfinningu með því
að það örvar blóðrásina í hörund-
inu. En afleiðingin verður sú, að
líkamshitinn lækkar við það að