Úrval - 01.08.1967, Síða 34
32
ÚRVAL
an verSur varla miðuð við það,
hversu oft er drukkið, því að sum-
ir sem drekka aðeins nokkrum sinn-
um á ári, gera þó ærinn skaða með
því, meðan á slíku stendur. Ekki
er heldur vert að fara eftir því
hvenær dagsins eða vikunnar þeir
drekka, því sumir vandræðamenn
um áfengisnautn halda sig þó al-
veg frá því um vinnutímann og
drekka aðeins á kvöldin, jafnvel
aðeins um helgar.
Sá sem er að byrja að verða of-
drykkjumaður, þarf ekki að drekka
iila í hvert sinn, heldur er það þá
aðeins annað veifið, sem hann „fer
yfir markið" og verður ósjálf-
bjarga. Það er einmitt þetta „mark“,
sem miklu máli skiptir. Hinir vönu
samkvæmisdrykkjumenn taka eftir
því, þegar fer að svífa á þá og var-
ast að halda áfram, en það er of-
drykkjan eða byrjun hennar að
láta þá ekki staðar numið. — Of-
drykkjumaður heldur áfram, og er
líkast því að vínið svipti hann þeirri
aðgát sem hinir hafa. Þar sem það
hendir sjaldan hina prúðu drykkju-
menn að missa þannig stjórn á sér,
eiga þeir erfiít með að skilja, að
það sé annað en ásetningur hjá hin-
um að verða útúrdrukknir.
Þegar leitazt er við að lækna
drykkjuskap, er byrjað á því að
sjúklingurinn neitar sér algerlega
um vín og allt sem áfengi er í, og
ennfremur er reynt að komast að
því hvort það sé einhver ástæða
fyrir því hjá honum, að hann hegð-
ar sér þannig. Bandaríska áfengis-
varnarráðið segir að þrír fjórðu
þeirra sem teknir eru til lækningar
á byrjunarstigi, fái bata.
Sá sem heldur, að einhver hon-
um nákominn sé ofdrykkjumaður
eða að verða það, ætti að leita ráða
hjá fróðum mönnum. Það eru til
félög sem veita upplýsingar um að-
stoð, og er sjálfsagt að leita til
þeirra. Það er óhyggilegt að bíða
og vonast eftir, að allt lagist af
sjálfu sér, því að hjálp er til reiðu,
sem mörgum hefur að gagni kom-
ið. Því fyrr sem tekst að telja
manninn á að bæta ráð sitt, því
skemur stendur hið óskemmtilega
ástand hans. En til þess að takast
megi að hafa áhrif á manninn, gefa
ráð þeirra sem vanir eru að fást
við þetta oft bezta raun. Sumt sem
hinum ófróðu getur virzt snjall-
ræði, eins og það að taka allt vín
af sjúklingnum þegar í stað, getur
haft öfug áhrif við það sem ætl-
azt er til.
Nú er það orðið algengt að ung-
lingar undir tvítugsaldri drekki, og
samfara því eru tíð bifreiðaslys sem
dánarorsök unglinga. Það hefur tít-
il áhrif þó haldnir séu fyrirlestrar
um skaðsemi áfengis, þegar börn-
in sjá drykkjuskap foreldranna
fyrir sér. Enda þótt lög séu víða
um það, að unglingar megi ekki
drekka yngri en 18 ára eða 21 árs,
þá fá flestir sína fyrstu reynslu af
áfengi áður en þeir eru komnir á
þann lögaldur. Yfirlæknir drykkju-
sjúklingadeildar við sjúkrahús í
Massachusetts hefur sagt, að hann
sjái ekki önnur betri ráð til þess að
unglingar læri skynsamlega með-
ferð áfengis en þau, að foreldrarn-
ir leiðbeini þeim í heimahúsum. En
hann bætir því við, að margir for-
eldrar séu of ófróðir og of sekir um