Úrval - 01.08.1967, Side 38
36
ÚRVAL
200 árið 1953 niður í 123 í fyrra.
Það er lítil hætta á því núna, að
flóð, svipað hinu hroðalega Johns-
townflóði árið 1889, geti haft jafn
geigvænlegar afieiðingar sem þá,
en í flóði þessu fórust 2.200 menn.
Veðurathuganamenn á 1200 stöðum
um gervöll Bandaríkin fylgjast ná-
kvæmlega með hæð vatnsyfirborðs-
ins í fljótunum. Og allt frá Salt
Lake City í Utahfylki, Sacramento
í Kaliforníu og Portland í Oregon-
fylki í vestri til Hartford í Connecti-
cutfylki á Austurströndinni berast
350 skýrslur alveg reglulega um
hækkandi vatnsyfirborS fljóta af
völdum vorleysinga.
Bættar veðurathuganir og veður-
spár hafa ekki aðeins bjargað manns-
lífum heldur einnig verðmætri upp-
skeru. Baðmullarræktarbændur voru
hvattir til þess í fyrra að búa sig
undir gróðursetningu í apríl, vegna
hlýinda í marz, en hún verður að
fara fram við hitastig, sem er ekki
lægra en 14.4 stig á Celsius. En í
30 daga veðurspá sinni varaði Veð-
urstofan menn við óvenjulega köld-
um aprílmánuði. Bændurnir biðu
með að sá og spöruðu sér þannig
milljónir dollara.
Veðurspár til stutts tíma, sem
Landbúnaðarveðurþjónustan sendir
stöðugt til 20 fylkja, er jafnvel enn
áreiðanlegri. Á heitum vetrardegi
búa appelsínuræktarbændur sig und-
ir að kynda olíupotta sína í appel-
sínulundunum vegna aðvörunar
Landbúnaðarveðurþjónustunnar um,
að mikið næturfrost sé væntanlegt.
f Washington hafa þeir orðið varir
við kuldann, sem nálgast úr norðri,
og sérstök veðurathuganastöð í
Lakeland í Florida fylgist mjög ná-
kvæmlega með breytingum á loft-
hitanum, en það er eina viðfangs-
efni þeirrar stöðvar að spá fyrir um
lámarkshitastig hverju sinni. Hitinn
er mældur í mismunandi hæð frá
jörðu, allt frá 6 þumlungum upp í
54 þumlunga yfir yfirborði jarðar,
og fer lofthæðin eftir því, hvers
konar uppskeru þarf að verja fyrir
kulda.
f Kaliforníu er mikið um fjöll og
dali, og því er loftslag mjög breyti-
legt, jafnvel á svæðum, sem liggja
nálægt hvoru öðru. Því eru veður-
athuganir gerðar þar mjög víða, oft
með aðeins nokkurra mílna millibili.
Það rignir sjaldan í San Joaquin-
dalnum. En það er þýðingarmikið
fyrir vínræktarbændurna, sem
breiða vínþrúgurnar sínar á pappír,
svo að þær þroskist sem fyrst í sól-
skini Kaliforníu, að vita, að búast
megi við regnskúr. Regnið getur
einnig skolað burt skordýraeitri, svo
að bændurnir skipuleggja hina dýru
sprautanir með tilliti til veður-
fregna.
f Suðvesturríkjunum fylgjast
spunaverksmiðjueigendur með veð-
urspánum, svo að þeir viti, hvort
loftrakinn verður svo hár, að baðm-
ullin festist við vélaspólurnar. Og í
Norðvesturríkjunum fylgjast skóg-
ræktarmenn með loftvoginni til þess
að vita, hvort loftrakinn verður svo
lágur, að hann mun að líkindum
valda skógareldum með sjálfsí-
kveikju. Um 50 milljónir dollara
fara til spillis daglega, þegar lágur
loftraki neyðir þá til þess að bíða
með að fella tré og draga þau burt