Úrval - 01.08.1967, Side 39
VEÐURSTJÓRN ER BRÁÐUM VÆNTANLEG
37
að ánum eða flutningatækjunum.
Nákvæmar veðurspár hafa dregið úr
þessum vinnutöfum, þannig að þær
eru nú alveg við lámark.
í hinum miklu skógum Alaska,
þar sem flugvélar eru sífellt á sveimi
í aðvörunarskyni vegna hættu á
skógareldum, hafa veðurathuganir
komið í veg fyrir óþarft eftirlitsflug.
Sýni veðurspáin, að það sé engin
hætta á rafmagnsstormum eða það
sé öruggt, að það verði nægur loft-
raki til þess að koma í veg fyrir
sjálfsíkveikju, er eftirlitsflugið fellt
niður á meðan. Veðurþjónusta þessi,
sem er í beinum tengslum við eftir-
iitsflugið og hófst árið 1963, sparaði
hálfa milljón dollara fyrsta árið.
Veðurupplýsingar eru sendar
þráðlaust til rafreiknamiðstöðvar í
Suitland í Marylandfylki á( degi
hverjum frá 1000 stöðvum á landi
og 2000 skipum. Af stöðvum þess-
um rekur Veðurstofan 400 stöðvar
erlendis og heldur úti 21 veðurat-
huganaskipi. Aðrar upplýsingar
koma frá öðrum löndum, kaupskip-
um, flugfélögum og bandarískum
herstöðvum um víða veröld. Á degi
hverjum „melta“ rafreiknarnir 37.-
000 veðurskýrslur frá stöðvum á
jörðu niðri, 1500 skýrslur frá veð-
urathuganabelgjum, flugvélum og
upplýsingar frá gervihnöttum um
skýjafar. Úr upplýsingum þessum er
48 stunda veðurspá unnin daglega
og 5 daga veðurspá er send út þrisv-
ar í viku. VeSurspáin myndar svo
grundvöll fyrir veðurspár þær, sem
sjá má í sjónvarpinu og lesa um í
dagblöðunum.
Veðurathuganahnöttum okkar,
rafreiknum og veðurathugana-
og mælitækjum er líka stöðugt að
fara fram. Nú þurfa rafreiknarnir
aðeins 70 mínútur til þess að senda
frá sér 36 klukkustunda veðurspár
fyrir sjö mismunandi lofthæðir í
gufuhvolfinu. Og rafreiknar þeir,
sem koma munu fram á sjónarsviðið
í nánustu framtíð, munu verða enn
hraðvirkari og nákvæmari. Veður-
stofan mun brátt verða fær um að
gefa út fjögurra daga veðurspár á
degi hverjum, sem munu verða eins
nákvæmar og 48 stunda veðurspárn-
ar.
Eitt er að vera fær um að vara
við umsátri óg árásum náttúrunnar
og annað að geta stiórnað svo sterku
afli. En í Boise í Idahofylki og
Spokane í Washingtonfylki og öðr-
um flugstöðvum í Vesturríkjunum
er nú byrjað að „ryðja burt“ þoku,
sem tefur flugumferð um flugvelli
þar. Orsakist þokan af vissum hel-
köldum skýjamyndum, eru litlar
flugvélar látnar dreifa þurris yfir
skýjabakkana. Þetta kristallar þok-
una, svo að hún breytist í snjó-
flygsur, sem falla til jarðar og ryðja
burt þokumistrinu nokkra hríð.
Tilraunir benda einnig til þess, að
sé silfurjoðíði í gufuformi dreift yf-
ir vissa tegund skýja, geti slíkt vald-
ið regni eSa snjókomu, átiur en
haglél hefur haft tækifæri til að
myndast, en það veldur oft stór-
tjóni. f vissum skilningi hafa vís-
indamennirnir líka náð yfirráðum
yfir veðrinu með hitastillitækjum,
rakastillitækjum og lofthitunar- og
loftkælingartækjum.