Úrval - 01.08.1967, Page 41

Úrval - 01.08.1967, Page 41
NORSK FERÐASAGA FRÁ 9. ÖLD 39 Það má í rauninni furðu gegna, að Óttar bóndi og siglingamaður skuli ekki vera frægari maður á íslandi en er, því ef satt skal segja þá stendur hann nær okkur fslend- ingum en jafnvel nokkrum mönnum öðrum. Að vísu var hann ekki ís- lendingur, og ólíklegt er að hann hafi nokkru sinni til fslands kom- ið, þó að hann hinsvegar hljóti að hafa haft spurnir af landinu. En hvað er saga íslands í fornöld nema saga Noregs fylgi að nokkru leyti með? Hvað er minnisstæðara í ís- lenzkum fornsögum en hið norska upphaf, sem er inngangur flestra þeirra, og hvað er íslenzkara en þetta norska upphaf? Það var um landnámsöld íslands, sem höfund- ur ferðasögunnar sem hér fer á eft- ir var uppi í Noregi, og það fer varla hjá því að hann hafi verið kunnugur einhverjum þeirra sem hingað sigldu. Ég veit ekki nema einhverjum kunni að finnast það ótrúlegt, að til sé ferðasaga eftir samtímamann landnámsmanna úr Noregi, rituð tvöhundruð og fimmtíu árum fyrir daga Ara fróða, en þessu verður þó ekki neitað. Að vísu hélt hann ekki um penn- ann, heldur enskur konungur eða skrifari hans, en orðalag frásög- unnar er líklega eitthvað mótað af tungutaki hans, og sagan er að öllu leyti hans. Það er af Bjarmalandsferð, sem saga Óttars segir, en Bjarmaiand var þar sem nú er norðanvert Rúss- land og liggur að Norðuríshafi og sérstaklega Hvítahafi. Og skal ég nú ekki draga það lengur að segja frá atvikunum að því, að þessi ferðasaga varð til, og komst á bók. Á árunum 871—900 var uppi í Englandi konungur sá, sem nefnd- ur er Alfred the Great, Alfreð hinn mikli í enskum sögubókum, en ís- lenzkar heimildir kalla hann Elfráð hinn ríka. Á þeim tíma herjuðu víkingar mjög á Englandi, enda var landið mjög í niðurníðslu, og þorðu fáir rönd við þeim að reisa. Menntun og menning fór þverr- andi og ástand lands og lýðs var miðaldalegt í fyllsta skilningi, eða þannig er því lýst. En þegar verst horfði, reis þar upp þessi maður, Alfred, sem fáum var líkur, og er af mörgum talinn merkasti miðaldakonungur Eng- lands. Minnir framkoma hans ekki all- lítið á Karlamagnús í Frakklandi, sem reisir við stjórn ríkisins og menntunina um sína daga, en dett- ur þó flest niður að honum látn- um, og er þá sama miðaldamyrkrið og áður. Elfráður eða Alfred vann það af- reksverk að koma víkingum af sér og samdi árið 878 við víkingafor- ingja þann er Guttormur hét eða Goðormur að láta England kyrrt, og hefur eitthvað þurft til að vinna áður en því yrði framgengt. Enginn þarf þó að halda, að Elf- ráður hafi verið neinn ofstækisfull- ur óvinur allra Norðurlandabúa, og er hitt líklegra, að samskipti hans við þá hafi verið margvísleg og alls ekki bundin við hernað einan. Hann hefur kunnað að gera sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.