Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 46
44
TJRVAL
sagt frá, og þá ekki síst Snorri sjálf-
ur. Því að það vill svo til, að ein
snjallasta frásögn hans gerist ein-
mitt á sömu slóðum og þar sem
Óttar byggði og einnig sama tíma
eða á næstu árum við og er þetta
í Egilssögu hans. Væri nú Snorri
að skálda, eins og einhverjir kváðu
vilja halda fram, þó að ég viti ó-
gjörla hverýir þeir eru, þá ætti vit-
anlega iítið samræmi að vera á milli
þess, sem hann segir frá og þess
sem fram kemur í sögu Óttars. En
sé hann að segja sanna sögu þá
verður auðveldara um vik, því að
þá liggur samanburðurinn við sögu
Óttars beint fyrir. En áður en að
því máli kemur vildi ég þó víkja
að nokkrum atriðum sem koma fyr-
ir annarsstaðar en í Egilssögu
Snorra, og einnig eru fróðleg til
samanburðar.
Ef við lítum á sögu Óttars í heild,
þá er hún, auk þess að vera lýsing
á Norðurlöndum og siglingaleiðum'
þar, einkum og sér í lagi frásögn
af ferð til Bjarmalands. En nú tala
íslenskar heimildir löngu síðar ein-
mitt um Bjarmalandsferðir, frá Nor-
egi, sömu leið og Óttar segir, og á
sama tíma eða því sem næst. Lítum
í Landnámu eða upphafið á Sturl-
ungu, og þá kemur undireins í ljós,
hve kunnuglega er fjallað um þess-
ar Bjarmalandsferðir og ýmsa at-
burði þeim viðvíkjandi. Nafnið
Bjarmalandsferð er eitt út af fyrir
sig sönnun þess að hinir íslenzku
söguritarar höfðu hugmynd um það,
sem er meginatriðið í sögu Óttars.
Bjarmalandsferðir eru, eins og Vín-
landsferðir, söguleg staðreynd, þó
að heimildirnar um þær séu öldum
yngri en atburðirnir.
Annað atriði er það að Óttar
kemur á ferðum sínum til tveggja
af þrem helztu kaupstöðum á Norð-
urlöndum sem þá voru, til Skírings-
sals í Noregi og Heiðabæjar í Dan-
mörku. íslenzkar heimildir kunna
að nefna þessa staði þó að þeir væru
reyndar dottnir úr sögunni, þegar
farið var að rita. Þriðja atriði er
nafnið Tyrfifinnar, sem kemur fyr-
ir í fornaldarsögum, en það er Ter-
finnar, sem Óttar nefnir og hef ég
haidið Tyrfifinnanafninu hér að
framan. Þetta síðasta er ef til vill
ekki mikilsvert, en sýnir þó að nafn
á einhverjum sérstökum flokki
Finna eða Lappa, sem Óttar nefnir,
lifir á íslandi mörgum öldum síð-
ar. En hverfum nú frá þessu og að
sögu Snorra Sturlusonar.
Egilssaga gerist, eins og menn
vita, að velmiklu leyti í Noregi, og
einkum er það þó upphafið, sem
þar er heillandi. Eins og morgun-
skíman fellur yfir Borgarfjörð gegn-
um skýjaþykknið sem þar grúfir
oft yfir, þannig ber einhverja morg-
unbirtu sögunnar yfir hina norsku
atburði sem fóru á undan því og
leiddu til þess að þetta hérað var
numið. Skyggnið er gott eða með
öðrum orðum það er ljóst yfir at-
burðum og einstaklingum frásagn-
arinnar, sem studd er góðum frum-
heimildum. „Nú frá eg noðr í eyju“
segir Kveldúlfur þegar hann fréttir
fall sonar síns norðan af Háloga-
landi. Vísan á alveg við söguna,
segir það sama og hún, bendir norð-
ur á Hálogaland, þaðan sem jafnvel
enn fjarlægari skíma stafar, og er
þó enn ljóst yfir því sem gerist. En