Úrval - 01.08.1967, Síða 46

Úrval - 01.08.1967, Síða 46
44 TJRVAL sagt frá, og þá ekki síst Snorri sjálf- ur. Því að það vill svo til, að ein snjallasta frásögn hans gerist ein- mitt á sömu slóðum og þar sem Óttar byggði og einnig sama tíma eða á næstu árum við og er þetta í Egilssögu hans. Væri nú Snorri að skálda, eins og einhverjir kváðu vilja halda fram, þó að ég viti ó- gjörla hverýir þeir eru, þá ætti vit- anlega iítið samræmi að vera á milli þess, sem hann segir frá og þess sem fram kemur í sögu Óttars. En sé hann að segja sanna sögu þá verður auðveldara um vik, því að þá liggur samanburðurinn við sögu Óttars beint fyrir. En áður en að því máli kemur vildi ég þó víkja að nokkrum atriðum sem koma fyr- ir annarsstaðar en í Egilssögu Snorra, og einnig eru fróðleg til samanburðar. Ef við lítum á sögu Óttars í heild, þá er hún, auk þess að vera lýsing á Norðurlöndum og siglingaleiðum' þar, einkum og sér í lagi frásögn af ferð til Bjarmalands. En nú tala íslenskar heimildir löngu síðar ein- mitt um Bjarmalandsferðir, frá Nor- egi, sömu leið og Óttar segir, og á sama tíma eða því sem næst. Lítum í Landnámu eða upphafið á Sturl- ungu, og þá kemur undireins í ljós, hve kunnuglega er fjallað um þess- ar Bjarmalandsferðir og ýmsa at- burði þeim viðvíkjandi. Nafnið Bjarmalandsferð er eitt út af fyrir sig sönnun þess að hinir íslenzku söguritarar höfðu hugmynd um það, sem er meginatriðið í sögu Óttars. Bjarmalandsferðir eru, eins og Vín- landsferðir, söguleg staðreynd, þó að heimildirnar um þær séu öldum yngri en atburðirnir. Annað atriði er það að Óttar kemur á ferðum sínum til tveggja af þrem helztu kaupstöðum á Norð- urlöndum sem þá voru, til Skírings- sals í Noregi og Heiðabæjar í Dan- mörku. íslenzkar heimildir kunna að nefna þessa staði þó að þeir væru reyndar dottnir úr sögunni, þegar farið var að rita. Þriðja atriði er nafnið Tyrfifinnar, sem kemur fyr- ir í fornaldarsögum, en það er Ter- finnar, sem Óttar nefnir og hef ég haidið Tyrfifinnanafninu hér að framan. Þetta síðasta er ef til vill ekki mikilsvert, en sýnir þó að nafn á einhverjum sérstökum flokki Finna eða Lappa, sem Óttar nefnir, lifir á íslandi mörgum öldum síð- ar. En hverfum nú frá þessu og að sögu Snorra Sturlusonar. Egilssaga gerist, eins og menn vita, að velmiklu leyti í Noregi, og einkum er það þó upphafið, sem þar er heillandi. Eins og morgun- skíman fellur yfir Borgarfjörð gegn- um skýjaþykknið sem þar grúfir oft yfir, þannig ber einhverja morg- unbirtu sögunnar yfir hina norsku atburði sem fóru á undan því og leiddu til þess að þetta hérað var numið. Skyggnið er gott eða með öðrum orðum það er ljóst yfir at- burðum og einstaklingum frásagn- arinnar, sem studd er góðum frum- heimildum. „Nú frá eg noðr í eyju“ segir Kveldúlfur þegar hann fréttir fall sonar síns norðan af Háloga- landi. Vísan á alveg við söguna, segir það sama og hún, bendir norð- ur á Hálogaland, þaðan sem jafnvel enn fjarlægari skíma stafar, og er þó enn ljóst yfir því sem gerist. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.