Úrval - 01.08.1967, Side 54
Hvernig
á að
segja
gamansögur?
Notið eftirfarcmdi tíu reglur,
svo að saga ykkar ágœt
falli ekki dauð,
þegar þið segið hana.
Eftir Maxwell Droke.
Það er til gömul saga
um ungan sjómann, sem
EvvR/Jflr særðist í orustu á
yyrjúl Kyrrahafi. Þegar hann
var leystur með sóma
frá herþjónustu, þá ákvað hann, að
segja eins rækilega skilið við allt
sem sjó viðkæmi og honum væri
framast kostur á.
„Ég ætla að fá mér tvær árar“,
sagði hann, ,,og hefja gönguna upp
frá þessari strönd. Þegar ég kem
að bæ, þar sem lítill drengur bend-
ir á árarnar mínar og segir: „Pabbi,
hvað er þetta?“ og þegar ég heyri
föður hans svara: „Ja, sonur sæll,
fjárinn hafi það sem ég þekki
þetta“, þá ætla ég, herrar mínir, að
setjast þarna að.“
Já, þetta er ágæt saga. Hún hef-
ur alltaf verið það. Ef þú dustar
rykið af Hómerskviðum þínum, og
kikkar í þær, þá finnurðu að eftir-
farandi orð eru þar lögð hinum sí-
reisandi Ódyseifi í munn: því að
Teiresias bað mig um að fara til
margra borga byggða mönnum, og
bera með mér árar mínar, þar til ég
kæmi til þeirra manna, sem ekki
þekktu sjó.“
Þegar Bennet Cerf tók saman bók
sína um Stríðsgrín, þá lét hann
falla þá athugasemd, sem reyndar
er nú ekki sérlega frumleg, að
það væri ómögulegt að rekja upp-
runa gamansögu. Margar sögur, sem
sagðar hafa verið af stríðsfréttarit-
urum og' átt að vera „nýjar“, af
nálinni frá vígstöðvunum hafa
skemmt mönnum á tímum Þræla-
stríðsins, og kannski verið miklu
eldri, kannski skemmtu þær her-
mönnum Hannibals eða Hittítum.
Hver lætur sig það nokkru skipta?
Það er engin saga gömul svo lengi,
sem eitthvert eyra hefur ekki heyrt
hana.
Nú er það ekki meiningin að
draga kjarkinn úr þeim sem vilja
segja sögu, heldur aðeins benda á,
að það er elzt allrar listar, að segja
sögu. Löngu áður en maðurinn hafði
þreifað sig áfram til stafrófsins, var
hann byrjaður að tvinna saman
sögur. Það hefur verið stór dagur
í sögu mannkynsins þegar hellis-
52
Your Ufe