Úrval - 01.08.1967, Side 58
56
ÚRVAL
Forðastu eitur hins prenaða máls,
eins og til dæmis: „Ö, já, vissulega
var hið furðulega svar.“ Þarna
sérðu enn þá hina gömlu tækni
höfundarins, sem ekki hentar þér við
að segja söguna. Slíkar lágkúru-
setningar einkenna fremur viðvan-
inginn við að segja sögu heldur en
nokkuð annað.
7. Geymdu rúsinuna, þar til síð-
ast.
í sambandi við þetta, langar mig
til að segja eina smásögu sem dæmi
um, hvað ég á við, en ekki endilega
af því að hún sé, svo góð, en samt
gætirðu nú sagt lakari sögu:
Joe Cannon heitinn frændi var að
að segja Chauncey M. Depew af
fiski sem hann hafði næstum veitt.
,.Já, eitthvað á stærð við hval, var
það ekki greip hr. Depew glottandi
framí.
„Ég beitti með hvölum“, svaraði
Joe frændi.
í þessu formi væri sagan afleit
til notkunar í ræðustól og þú finnur,
að það er vegna síðustu þriggja
orðanna. Þau eyða áhrifunum. í
þessu tilviki, er „rúsínan", „Ég
beitti með hvölum.“ Bygging sög-
unnar hnígur öll að þessum punkti,
og á eftir honum ætti ekki að koma
eitt einasta orð.
Þetta virðist ekki merkilegt atr-
iði, en samt eru það einmitt slík
smávægileg atriði, sem gera sögu
góða í flutningi eða drepur hana.
Hér hefði þurft að gera smábreyt-
ingu frá hinni skrifuðu sögu og enda
söguna til dæmis þannig: „Uss‘,
hreyti Joe frændi útúr sér, „ég
beitti með hvölum.“
Hin augljósa skyssa við að hnýta
einhverju aftan við rúsínuna", er
það, að viðbótin truflar hláturinn,
og þannig er líklegt að sögumaður-
inn uppskeri ekki eins mikinn hlát-
ur og hann átti skilið.
Þessar hugleiðingar koma manni
til að ræða lítið eitt listina, að
„bíða eftir hlátrinum. Hið rétta
tímaskyn er eitt af því, sem greinir
vana sögumenn frá þeim óvana.
Aftur og aftur drepur viðvaningur-
inn hláturinn með því að halda á-
fram, þar sem hann hefði átt að
bíða eftir hlátri og eyðileggur þann-
ig fyrir sjálfum sér.
Hlátur örfar hlátur. Hinn reyndi
sögumaður þagnar lítið eitt þegar
hann á von á hlátri. Nokkrir við-
staddra hlægja vafalaust lítið eitt,
og smám saman taka fleiri undir
hláturinn, og loks fara þeir heimsk-
ustu að æpa af hlátri. Þannig getur
þetta oft farið hjá æfðum mönnum,
enda þótt viðvaningarnir hefðu
misst það útúr höndum sér.
8. Vertu ekki ofhrifinn af þinni
eigin sögulist.
Það er rétt, sem fyrr hefur verið
sagt, að þú verður að njóta þinnar
eigin sögu, en það jafngildir ekki, að
þú hlægir stanzlaust að þinni eigin
fyndni. Glimt í auga, dauft bros,
niðurbirgð kæti, er miklu áhrifa-
ríkari heldur en sjálfsánægjan.
Umfram allt, endurtaktu aldrei,
aldrei sögu. Hversu oft hefurðu
ekki heyrt menn stama útúr sér
sögu og hljóta góðar undirtektir
(sem þeir hafa sjálfir tekið hjart-
anlega þátt í) — og byrja síðan