Úrval - 01.08.1967, Side 58

Úrval - 01.08.1967, Side 58
56 ÚRVAL Forðastu eitur hins prenaða máls, eins og til dæmis: „Ö, já, vissulega var hið furðulega svar.“ Þarna sérðu enn þá hina gömlu tækni höfundarins, sem ekki hentar þér við að segja söguna. Slíkar lágkúru- setningar einkenna fremur viðvan- inginn við að segja sögu heldur en nokkuð annað. 7. Geymdu rúsinuna, þar til síð- ast. í sambandi við þetta, langar mig til að segja eina smásögu sem dæmi um, hvað ég á við, en ekki endilega af því að hún sé, svo góð, en samt gætirðu nú sagt lakari sögu: Joe Cannon heitinn frændi var að að segja Chauncey M. Depew af fiski sem hann hafði næstum veitt. ,.Já, eitthvað á stærð við hval, var það ekki greip hr. Depew glottandi framí. „Ég beitti með hvölum“, svaraði Joe frændi. í þessu formi væri sagan afleit til notkunar í ræðustól og þú finnur, að það er vegna síðustu þriggja orðanna. Þau eyða áhrifunum. í þessu tilviki, er „rúsínan", „Ég beitti með hvölum.“ Bygging sög- unnar hnígur öll að þessum punkti, og á eftir honum ætti ekki að koma eitt einasta orð. Þetta virðist ekki merkilegt atr- iði, en samt eru það einmitt slík smávægileg atriði, sem gera sögu góða í flutningi eða drepur hana. Hér hefði þurft að gera smábreyt- ingu frá hinni skrifuðu sögu og enda söguna til dæmis þannig: „Uss‘, hreyti Joe frændi útúr sér, „ég beitti með hvölum.“ Hin augljósa skyssa við að hnýta einhverju aftan við rúsínuna", er það, að viðbótin truflar hláturinn, og þannig er líklegt að sögumaður- inn uppskeri ekki eins mikinn hlát- ur og hann átti skilið. Þessar hugleiðingar koma manni til að ræða lítið eitt listina, að „bíða eftir hlátrinum. Hið rétta tímaskyn er eitt af því, sem greinir vana sögumenn frá þeim óvana. Aftur og aftur drepur viðvaningur- inn hláturinn með því að halda á- fram, þar sem hann hefði átt að bíða eftir hlátri og eyðileggur þann- ig fyrir sjálfum sér. Hlátur örfar hlátur. Hinn reyndi sögumaður þagnar lítið eitt þegar hann á von á hlátri. Nokkrir við- staddra hlægja vafalaust lítið eitt, og smám saman taka fleiri undir hláturinn, og loks fara þeir heimsk- ustu að æpa af hlátri. Þannig getur þetta oft farið hjá æfðum mönnum, enda þótt viðvaningarnir hefðu misst það útúr höndum sér. 8. Vertu ekki ofhrifinn af þinni eigin sögulist. Það er rétt, sem fyrr hefur verið sagt, að þú verður að njóta þinnar eigin sögu, en það jafngildir ekki, að þú hlægir stanzlaust að þinni eigin fyndni. Glimt í auga, dauft bros, niðurbirgð kæti, er miklu áhrifa- ríkari heldur en sjálfsánægjan. Umfram allt, endurtaktu aldrei, aldrei sögu. Hversu oft hefurðu ekki heyrt menn stama útúr sér sögu og hljóta góðar undirtektir (sem þeir hafa sjálfir tekið hjart- anlega þátt í) — og byrja síðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.