Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 59
HVERNIG Á AÐ SEGJA GAMANSÖGU?
57
milli hláturskviðanna, að endurtaka
,,rúsínuna“, tvisvar, þrisvar sinnum
eða oftar. Það er ekkert jafn —
leiðinlegt og þetta fyrir hóp hlust-
andi fólks og þetta er öruggt merki
á viðvaningnum.
9. Vertu ekki hetjan Hektor.
Ef þú vilt ná áheyrendum á þitt
band fljótt og hjartanlega, þá byrj-
aðu á sögu af sjálfum þér, þar sem
þú skopast að sjálfum þér. Það
finnst þeim gaman — og þér líka.
Það er fátt sem skapar eins velvilja
áheyranda til sögumanns, eins og að
finna það, að hann er nógu stór til
að geta gert grín að sjáifum sér og
sagt frá eigin mistökum. En þú mátt
aldrei undir nokkrum kringum-
stæðum segja sögu, þar sem þú
sjálfur ert hetjan. í sögum þínum
máttu aldrei reka hina söguper-
sónuna á gat eða bera hærri hlut.
Það skiptir engu hversu laglega þú
ferð að þessu, þú verður alltaf
stimplaður sem „Jón sterki“, sem
ekkert sér nema sjálfan sig. Það
getur dregizt fyrir þér, að hita upp
áheyrendur þína eftir þess konar
faux pas.
10. Lœrðu söguna þína.
Það virðist nú, sem það ætti ekki
að þurfa að segja fólki svona nokk-
uð, en samt er það staðreynd að
þess gerist full þörf. Það eru nefni-
lega margir, sem vanrækja einmitt
þetta. Það er kannski ekki nauð-
synlegt að muna skopsögu orði til
orðs. En þú ættir að endurtaka sög-
una aftur og aftur, þar til þú ert
alveg viss um að þú getir sagt hana
á einfaldan og eðlilegan hátt og
beitt þér að því að segja hana, í
stað þess að þurfa jafnframt að
rembast við að rifja hana upp. I
þessu efni, eins og reyndar á öllum
sviðum þar sem um það er að ræða
að koma fram fyrir fólk, launar
góður undirbúningur sig ævinlega.
Jæja, þarna hefurðu það þá, tíu
einfaldar reglur fyrir byrjandann
í frásögulistinni. Ef þú hagnýtir þér
þekkinguna á þessum grundvallar-
atriðum, þá get ég persónulega full-
vissað þig um, að þér fer mikið
fram við að segja sögur, hvort held-
ur er í fjölmenni eða fámenni. Það
er fyllilega þess vert, að leggja
nokkuð á sig til að geta sagt
skemmtisögu í þessum oft á tíðum
dapra heimi og við höfum fulla
þörf fyrir að sanna sjálfum okkur
að skemmtilegheitin borgi sig.
Hér er snoturt bragð, sem
oft getur verið gott að grípa
til, þegar þú ert að segja frá
viðtali tveggja manna, sem við
getum nefnt Ed og Joe, en
hvorugur hefur nein sérstök
persónueinkenni í sögunni. Þá
er ágætt að vinda til höfðinu,
sitt til hvorrar hliðar. Þegar
Ed talar snýrðu höfðinu eilít-
ið til annarrar hliðarinnar, og
þegar svo komið er að því, að
Joe tali, snýrðu höfðinu til
hinnar hliðarinnar. Þetta er
mjög einfalt, og það hefur á-
hrif. Áheyrendurnir fara ó-
sjálfrátt að tengja Ed við
þessa hliðina en Joe við hina.