Úrval - 01.08.1967, Síða 63

Úrval - 01.08.1967, Síða 63
FUNDU ÍRAR AMERÍKU? 61 fuglar þyrptust að skipinu, og sæ- garparnir voru vissir um, að þeir væru komnir tii „Hamingjueyjunn- ar“. Samkvæmt einni kenningunni er álitið, að þeir hafi komið að Floridaskaganum, annaðhvort við Miami eða St. Augustine. Brendan kallaði landið Hy Brasil, og þann- ig er það sýnt á gömlum kortum. Enn komust ferðalangarnir að því, að þarna voru einnig menn fyrir. Það virtust vera írar hvar sem fæti var stigið líkt og í New York á degi heilags Patreks hinn 17 marz. Gaeliskur munkur, Festi- vus að nafni, sem hafði búið þarna í 30 ár, fylgdi þeim í könnunar- leiðangur inn í land. Þeir héldu yfir fen og um regnskóga og komu auga á krókódíla og kolibrífugla. Einnig urðu þeir varir við, að Indí- ánar höfðu auga með þeim. Eftir nokkurra daga ferð komu þeir að fljóti, er þeim reyndist ekki unnt að komast yfir, og sneru þeir aftur til skips við svo búið. Nokkrir fræðimenn halda því fram, að fljót þetta hafi verið Miss- issippi. Líklegra er þó, að hér hafi verið um St. John‘s-fljót að ræða. Það er 20 mílur frá ströndinni og líklegt til að reynast ókunnugum erfitt yfirferðar. Hafi þeir komið að landi við St. Augustine, aukast líkurnar til þess, að það hafi verið um fljót þetta að ræða. Brendan ákvað, að nú væri kom- inn tími til þess að snúa aftur til írlands. Hefði hann bara skilið eftir sig poka af hvítsmára, írska viðarbareflið Shillelagh eða tóma Guinnessbjórflösku í Ameríku, hefði mannkynssagan nú ef til vill litið öðruvísi út. En því miður verð- um við að styðjast við sönnunar- gögn, sem eru ekki alveg eins á- þreifanleg. í sögum Shawnee-Indíánanna er talað um þjóðflokk íra, sem mæli á írska tungu og sagðir eru hafa búið á Floridaskaganum fyrr á tím- um. Nafnið Brendan kemur fram á kortum við staði þá, sem hann nefnir í frásögn sinni. í sumum ó- staðfestum sögum er skýrt frá því, að Kólumbus hafi lesið frásögnina af ferð Brendans og hafi lagt svo mikinn trúnað á hana, að hann hafi ráðið nokkra írska sjómenn á skip sín. Svo er einnig til hin töfrandi sögusögn um Quetzalcoatl, sem Az- tekarnir skýrðu Spánverjanum Cor- tez frá, þegar hann gerði innrás sína í Mexíkó. Þessari guðlegu veru var þar lýst sem hvítskeggjuðum trúboða, sem hefði komið frá heil- agri eyju, er lægi í norðaustri. í sögusögninni var skýrt frá því, að hann hafi knúð sig áfram með „vængjum", og er þar ef til vill um segl að ræða. Það er einnig um nokkur sameiginleg sérkenni að ræða í menningu og listum krist- inna manna og Azteka. Þegar Brendan sneri aftur til ír- lands, var hann á áttræðisaldri, en hann var nú ekki á því að setjast í helgan stein. Um tíma ferðaðist hann um og sagði fólki sögur af ferðum sínum. Þetta var löngu fyr- ir daga litskuggamynda, en samt er sagt, að áhéyrendur hans hafi verið algerlega töfraðir af frásögn hans. Svo þreyttist hann á frægðinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.