Úrval - 01.08.1967, Síða 65
FUNDU ÍRAR AMERÍKU?
63
arrar í boga yfir Norður-Kyrrahaf-
ið og fram hjá Aleuteyjum yfir til
Alaska og síðan suður með vestur-
strönd Ameríku allt suður til Mexí-
kó.
Rannsóknir hafa bent til þess, að
Hwui Shan hafi vissulega verið til
í raun og veru, en sé ekki aðeins
einhver goðsagnapersóna og að
samtíðarmenn hans hafi álitið, að
hann hafi farið í mjög óvenjulega
sjóferð frá Kína og haldið í aust-
urátt. Hið athygtisverðasta við sögu
Hwui Shans er, að lýsingar hans á
fótki og stöðum, sem hann heim-
sótti á ferð sinni, eru mjög í sam-
ræmi við allt það, sem vitað er um
Ameríku á þessu tímabili.
Fundarstjóri tætur móðan mása á aðalfundi klúbbs eins í Dublin:
„Ég er viss um, að okkur þykir það öllum mjög leitt, að ritarinn
okkar er ekki viðstaddur þennan fund. Ég get ekki sagt, að við sökn-
um hins tóma stóls hans, vegna Þess að tórni stóllinn hans er þarna,
en ég get sagt Það með sanni, að ég sakna hans tóma andlits."
Kona nokkur í Edinborg, sem leigði út herbergi og hafði „kostgang-
ara“ í fæði, var að lesa bréf Páls postula til Korinþumannna, Róm-
verja og annarra, og hún rakst Þá á Þessa grein:
„Hvað sem fyrir yður er sett, þá etið, og spyrjið engra spurninga
samvizkunnar vegna."
Sú gamla stundi við og sagði: „Ó, en hve hann hefði verið dásam-
legur „kostgangari“!“
Eiginkonan, sem kvartaði áður um „uppþvottahendur", þjáist nú
af „takkafingrum".
Ég ber alitaf skósvertu á augnhárin, því að ég er mjög tilfinninga-
næm persóna, og skósvertan rennur ekki af, þótt ég gráti.
Barbara Cartland
Sir Bernard Loweli kvartar yfir þvi, að geimathuganir hans í stjörnu-
sjónauka í geimathuganastöðinni í Jordell Bank séu truflaðar fiestar
nætur af skellinöðru ungra elskenda. Ætti hann ekki heldur að beina
sjónaukanum sínum að stjörnunum?
Punch
Ungt, fólk -bregður sannarlega birtu yfir heimiiið. Ef þið efizt um
það, athugið þá vandlega næsta rafmagnsreikning.
Margur maðurinn getur þakkað skraddaranum útlit sitt ......... og
gerir heldur ekki neitt meira í málinu.