Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 71

Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 71
VÍSINDALEG RANNSÓKN DRAUMANNA 69 Þannig eru draumar okkar sérstaks eðlis, eins konar sérstök næturævintýri, sem vekja furðu okkar. Andardráttur, hjartasláttur og blóðþrýstingur fullorðins manns heldur áfram að vera hinn sami mestallan tímann sem hann sefur. En í um 20 mínútur af hverjum 80 að meðaltali breytist þessi líkams- starfsemi mjög hratt og verður næstum eins og hjá vakandi manni. Það var í rauninni þegar á ár- inu 1953, að dr. Nathaniel Kleit- man og dr. Eugene Aserinsky (báð- ir við Chicagoháskóla) hleyptu af stokkunum nýju tímabili vísinda- legra „draumamælinga", þegar þeir uppgötvuðu, að snöggar, endurtekn- ar augnhreyfingar sofandi fólks voru merki um það, að því væri að dreyma. Þótt það sé rétt, að draumarnir eigi upphaf sitt í dulvitund okkar, þá getur ytri likamleg örvun einn- ig verið orsök þeirra. Kaldur súg- ur frá opnum glugga getur t. d. orð- ið til þess, að mann dreymi, að maður sé staddur í blindhríð á norðurslóðum. Ef maður rekur höfuðið í rúmgaflinn, getur mann dreymt, að það aki bifreið á mann. Ef þig skyldi dreyma, að þú miss- ir af lest eða gullnu tækifæri, þá eru miklar líkur til þess, að þú hafir átt við eða eigir enn við erf- itt vandamál að stríða. Draumur- inn sýnir þér þá mynd, sem veldur þér vonbrigðum, ómögulegar eða mjög óþægilegar aðstæður, en á meðan heldur dulvitundin áfram sínu starfi, eins og ekkert hafi í skorizt, vegna þess að hún veit, að henni mun einhvern veginn takast að koma þér úr vandræðum þess- ufn. Hefur þig dreymt, að þú hafir dottið fram af bryggju eða niður úr stiga? Ef svo er, skaltu spyrja sjálfan þig, hvort þú sért ef til vill ekki hræddur við að glata pening- um þínum, vinum þínum eða kær- leik ástvina þinna. Ef þú getur ekki skýrt slíkan draum á þessum grund- velli, þá kann skýringin einfaldlega að vera sú, að þú hafir snúið höfð- inu í mjög óþægilega stellingu í svefninum og truflað þannig eðli- legt líkamsjafnvægi þitt. Einn algengasti draumurinn er sá, sem lýsir sér í því, að hinn sof- andi er á flótta undan villidýri, t. d. ljóni eða fíl. Mönnum hættir einna helzt til að komast í þessar hræðilegu aðstæður, þegar þeir hafa áhyggjur af ástandinu á verð- bréfamarkaðinum eða vegna at- vinnu sinnar. Óþægilegir draumar, svo sem draumur um að týna troðfullu veski eða vera neyddur til þess að taka erfitt próf, sem maður hefur alls ekkert búið sig undir að taka, eru eins gagnlegir og heillavænlegir og draumur um, að ríkur frændi rétti manni 25.000 sterlingspunda ávís- un. Slíkir draumar orsakast oft af einhverju óþægilegu vandamáli eða vandamálum, sem maður verður að horfast í augu við í starfi sínu. Og þeir hjálpa til þess að draga úr álaginu, sem slíkt hefur í för með sér, eða áfallinu, sem óþægilegar og erfiðar kringumstæður hafa vald- ið manni. Hinn frægi, franski vísindamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.