Úrval - 01.08.1967, Side 77

Úrval - 01.08.1967, Side 77
HNIGNUN OG HRUN RÓMAVELDIS 75 um ekki verið með öllu óþörf sögu- ritara Hins rómverska keisaradæm- is.“ Þegar stríðinu við Frakka lauk, var herdeildin leyst upp, og Gibbon brá sér þegar yfir Sundið og til Parísar og síðan til Rómar. Og svo var það: „ ... í Róm, þann 15. októ- ber 1764, þar sem ég sat í þungum þönkum yfir rústunum af Kapitól. . . að þeirri hugmynd laust niður í mér, að skrifa söguna um hnignun og fall þessarar borgar .. .“ Að loknu sjö ára starfi gaf hann út í febrúar 1776, fyrsta bindið — fallega bók í fjórblaða broti og kostaði hún eina gíneu og bar nafn- ið: Hrun og hnignun Rómaveldis. Henni var. umsvifalaust vel tekið. „Bókin mín var á hverju borði og næstum hverju snyrtiherbergi," seg- ir höfundurinn og honum var sýnd virðing að þeirrar tíðar hætti. Hann játar það fyrir vini sínum í Sviss, að hinn margvíslegi virðingarvottur og lof, sem hann hafði fengið hafi glatt hann mjög mikið, „sérstaklega þó þegar um var að ræða ungar og fallegar stúlkur .. Ef sagt er að nokkrir af seinni köflunum séu of ýtarlegir og lang- orðir, þá bæta þrír fyrstu kaflarnir það upp, en þar lýsir Gibbon á meistaralegan hátt því sviði sem hinn mikli harmleikur átti eftir að gerast á: „A annarri öld kristninnar," byrj- ar hann rit sitt, „náði rómverska keisaraveldið yfir fegursta hluta jarðar og þann hluta mannkynsins, sem siðaðastur var.“ Keisaraveldið var á þessum tíma hið víðlendasta, sem það varð, og náði frá Artoníus- arveggnum í Skotlandi til Atlas- fialla og frá Vesturhafi (Atlantshafi) ti) Evratfljóts; fólksfjöldi ríkisins, „samkvæmt skeikulli áætlun" var allt að hundrað og tuttugu milljón- um, og ,.er það fjölmennasta ríki, sem nokkurn tímann hefur verið undir einni stjórn,“ og það var var- ið, og haldið uppi reglu, af her, sem ekki taldi meira en 450 þúsund manns. Samkvæmt lýsingu Gibbons, var þetta gullöld milli tveggja ribbalda- tímabila og hann skrifar: sá maður, sem beðinn væri að nefna það tíma- bil í veraldarsögunni, þegar svo var háttað með mönnum að þeim gafst meira tækifæri til hamingju og vel- megunar en á nokkru öðru tímabili, myndi án efa nefna tímabilið frá dauða Domitians til valdatöku Kommodus (96 180 e. Kr.). Hinu mikla rómverska keisaraveldi var stjórnað af alræðisvaldi, sem gætt var dyggð og vizku. Hernum var haldið í skefjum af fastri en mildri hendi fjögurra keisara, sem tóku við hver af öðrum, og voru gæddir slíkum persónutöfrum að þeim var ósjálfrátt hlýtt og þeir virtir.“ Tvo keisarana telur höfundur sérstak- lega athyglisverða, en það voru þeir Antonius Pius og Marcus Aurelius: „Ríkisstjórnarár þeirra eru senni- lega eina tímabil sögunnar, þar sem stjórn hefur talið það sitt eina hlut- verk að stuðla að hamingju þegn- anna.“ Samt er það óhjákvæmilegt að þessir einvaldar, sem áttu „þá á- nægju eina að beita valdi sínu öðr- um mönnum til aukinnar hamingju," hljóti oft að hafa leitt hugann að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.