Úrval - 01.08.1967, Side 77
HNIGNUN OG HRUN RÓMAVELDIS
75
um ekki verið með öllu óþörf sögu-
ritara Hins rómverska keisaradæm-
is.“
Þegar stríðinu við Frakka lauk,
var herdeildin leyst upp, og Gibbon
brá sér þegar yfir Sundið og til
Parísar og síðan til Rómar. Og svo
var það: „ ... í Róm, þann 15. októ-
ber 1764, þar sem ég sat í þungum
þönkum yfir rústunum af Kapitól. . .
að þeirri hugmynd laust niður í
mér, að skrifa söguna um hnignun
og fall þessarar borgar .. .“
Að loknu sjö ára starfi gaf hann
út í febrúar 1776, fyrsta bindið —
fallega bók í fjórblaða broti og
kostaði hún eina gíneu og bar nafn-
ið: Hrun og hnignun Rómaveldis.
Henni var. umsvifalaust vel tekið.
„Bókin mín var á hverju borði og
næstum hverju snyrtiherbergi," seg-
ir höfundurinn og honum var sýnd
virðing að þeirrar tíðar hætti. Hann
játar það fyrir vini sínum í Sviss,
að hinn margvíslegi virðingarvottur
og lof, sem hann hafði fengið hafi
glatt hann mjög mikið, „sérstaklega
þó þegar um var að ræða ungar og
fallegar stúlkur ..
Ef sagt er að nokkrir af seinni
köflunum séu of ýtarlegir og lang-
orðir, þá bæta þrír fyrstu kaflarnir
það upp, en þar lýsir Gibbon á
meistaralegan hátt því sviði sem
hinn mikli harmleikur átti eftir að
gerast á:
„A annarri öld kristninnar," byrj-
ar hann rit sitt, „náði rómverska
keisaraveldið yfir fegursta hluta
jarðar og þann hluta mannkynsins,
sem siðaðastur var.“ Keisaraveldið
var á þessum tíma hið víðlendasta,
sem það varð, og náði frá Artoníus-
arveggnum í Skotlandi til Atlas-
fialla og frá Vesturhafi (Atlantshafi)
ti) Evratfljóts; fólksfjöldi ríkisins,
„samkvæmt skeikulli áætlun" var
allt að hundrað og tuttugu milljón-
um, og ,.er það fjölmennasta ríki,
sem nokkurn tímann hefur verið
undir einni stjórn,“ og það var var-
ið, og haldið uppi reglu, af her, sem
ekki taldi meira en 450 þúsund
manns.
Samkvæmt lýsingu Gibbons, var
þetta gullöld milli tveggja ribbalda-
tímabila og hann skrifar: sá maður,
sem beðinn væri að nefna það tíma-
bil í veraldarsögunni, þegar svo var
háttað með mönnum að þeim gafst
meira tækifæri til hamingju og vel-
megunar en á nokkru öðru tímabili,
myndi án efa nefna tímabilið frá
dauða Domitians til valdatöku
Kommodus (96 180 e. Kr.). Hinu
mikla rómverska keisaraveldi var
stjórnað af alræðisvaldi, sem gætt
var dyggð og vizku. Hernum var
haldið í skefjum af fastri en mildri
hendi fjögurra keisara, sem tóku
við hver af öðrum, og voru gæddir
slíkum persónutöfrum að þeim var
ósjálfrátt hlýtt og þeir virtir.“ Tvo
keisarana telur höfundur sérstak-
lega athyglisverða, en það voru þeir
Antonius Pius og Marcus Aurelius:
„Ríkisstjórnarár þeirra eru senni-
lega eina tímabil sögunnar, þar sem
stjórn hefur talið það sitt eina hlut-
verk að stuðla að hamingju þegn-
anna.“
Samt er það óhjákvæmilegt að
þessir einvaldar, sem áttu „þá á-
nægju eina að beita valdi sínu öðr-
um mönnum til aukinnar hamingju,"
hljóti oft að hafa leitt hugann að