Úrval - 01.08.1967, Side 80
78
ÚRVAL
hálfmánans, sem við þekkjum sem
Krossferðirnar (58 og 59). Loks kom-
um við að kaflanum um fall Kon-
stantinopels í hendur Tyrkjum (68)
en enn eru þrír kaflar, þar sem
saga Rómar er sögð til miðrar fimm-
tándu aldar.
Hvað orsakaði „hnignun og fall“,
Rómaveldis? Svar Gibbons við þess-
ari augljósu spurningu er ekki að
finna í lokakafla bókarinnar, held-
ur í 38. kaflanum: „Hnignun og
fall Rómar var eðlileg og óhját-
kvæmileg afleiðing af hóflausri
stærð. Velmegunin ýtti undir hrörn-
unaröflin, kraftur eyðingaraflanna
óx samhliða útþenslunni og sigr-
unum, og strax og tíminn eða til-
viljunin hafði fjarlægt gervistoðirn-
ar, lagðist hin mikla bygging saman
undir eigin þunga.“
Gibbon gerir það að tillögu sinni,
að við „í stað þess að spyrja hvers
vegna Rómaveldi hafi liðið undir
lok, spyrðum heldur, hvers vegna
það hafi haldizt svo lengi við líði.“
og hann heldur áfram og segir: „hin-
ar sigursælu legíonir, sem börðust
á fjarlægum vígstöðvum og spillt-
ust í samneyti við ókunnugt fólk
og leiguhermenn, börðust fyrst gegn
lýðfrelsi en beittu síðar keisaradóm-
inn ofbeldi.... það dró úr mætti
herstjórnarinnar.... villimennimir
flæddu yfir hinn rómverska heim
og færðu hann í kaf ....“ í lokin
leiðir hann getum að því, að þó að
svo kunni að vera að sinnaskipti
Konstantins til kristinnar trúar
kunni að hafa hraðað falli keisara-
dæmisins, þá „drógu hin sigrandi
trúarbrögð úr fallinu og róuðu hið
ofsafengna skap sigurvegaranna."
f frægum kafla í ævisögu sinni
lýsir Gibbon því, hvernig hann
skrifaði síðustu línurnar í sögu sinni
í sumarhúsi í garðinum við hús
sitt í Lausanne, við Gefnarvatn.
„Það var daginn og þó fremur um
nóttina, þann 27. júní 1787, milli
ellefu og tólftu stundar .... eftir að
ég hafði lagt frá mér pennann, þá
gekk ég fram og aftur um hinn
akasíu þakta gangstíg, en akasían
byrgir útsýn til landsins, vatnsins
eða fjallanna. Loftið var hlýtt, him-
inninn heiður, silfurlitaður máninn
speglaðist í vatninu, og öll náttúran
var þögul. Ég vil ekki leyna því
að ég gladdist yfir frelsi mínu sem
ég hafði endurheimt og jafnframt
máski fest frægð mína í sessi. En
hreykni mín átti sér ekki langan
aldur, og hljóðlátur dapurleiki sett-
ist að sálu minni, þegar mér var
hugsað til þess að ég hafði að fullu
og öllu skilið við gamlan og við-
kunnanlegan félaga, og hvað sem
kynni að verða um langlífi sögu
minnar, þá var hitt víst, að höfund-
urinn átti ekki langt eftir ólifað.“
Höfundurinn lifði í sjö ár eftir
þetta, en um langlífi sögu hans er
enn ekki vitað. Það eru nú liðin
nærri tvö hundruð ár síðan Gibbon
lagði frá sér pennann og margt hef-
ur á þeim tíma verið uppgötvað
varðandi þá borg og það keisara-
dæmi, sem hann lýsti með óvið-
jafnanlegum glæsileika og virðu-
leik. Við höfum nú undir höndum
handrit, sem hann leit aldrei aug-
um, áletranir, sem hann las aldrei,
uppgröft minja, sem hann gat ekki
rannsakað, en samt hefur enn ekki
verið up neina „hnignun eða fall“,