Úrval - 01.08.1967, Síða 89
STONEHENGE
87
dýrkuninni á Drúíðunum í Stone-
henge, og voru Drúíðar taldir hafa
varðveitt einhverja fomspeki Aust-
urlanda. Einnig var farið að halda
því fram að Stonehenge væri
stjörnuathugunarstöð og niðurskip-
un þess skýrð út frá afstöðu þess
til sólar og stjarna. Hinir mörgu
hlöðnu haugar, sem standa á vell-
inum í kring, voru haldnir vera
miðunarstaðir hinna fornu stjörnu-
skoðara, sem menn ætluðu að hald-
ið hefði skóla á þessum stað.
Það var reyndar svo, að á þessu
tímabili Drúíðadýrkunarinnar tókst
að sýna fram á, að niðurskipunin
í Stonehenge er miðuð við sólar-
stöðu, en það er ein hin merkasta
niðurstaða sem fengizt hefur úr
allri þeirri mergð kenninga, sem
settar hafa verið fram um staðinn
— og eitt af fáu, sem tekizt hefur
að færa sönnur á. Frá hinum vall-
gróna vegg, sem umkringir Stone-
henge, liggur breið gata, takmörk-
uð af tvennum hleðslum úr mold
og grjóti, sem liggja í norðaustur,
og er hægt að fylgja henni um fjög-
ur hundruð og fimmtíu metra. Á
þessari braut stendur, svo sem átta-
tíu metra frá garðinum, einstakur
súlumyndaður steinn, sem hvorki
hefur þó verið fágaður né höggv-
inn til, og hefur hann frá fornu fari
gengið undir nafninu Hele-steinn-
inn. Sé nú tekið mið frá Hele-steini
að „altarissteininum" sem liggur
fyrir framan þrísteinunginn í mið,
þá skiptir miðunarlinan skeifunum
tveim í miðju hringsins nákvæm-
lega í tvo jafna hluta, og er því
tvímælalaust ásinn, sem mannvirk-
ið er miðað við og byggt eftir. Og
standi maður á miðjum altarisstein-
inum í dögun á sólstöðudag sum-
ars, þá sér hann sólina koma upp
mjög nærri Hele-steini.
Ekki er þetta samt alveg ná-
kvæmt, og skekkjan á þessu var
það einmitt sem fyrst gat gefið
mönnum ákveðna bendingu um
aldur Stonehenge. Svo er mál með
vexti, að halli jarðarmöndulsins er
ekki alveg stöðugur gagnvart sól
heldur breytist reglulega á löngum
tíma og leiðir af þessu að sólarupp-
komustaður á sólstöðudag færist
nokkuð til með tímanum. Kunna
stjarnfræðingar að reikna út hversu
miklu tilfærslan nemur á tilteknum
árafjölda. Árið 1901 gerði Sir Nor-
man Lockyer, konunglegur stjörnu-
fræðingur, nákvæma mælingu til
að finna stefnu línunnar frá miðj-
um altarissteininum að miðjum
Hele-steini, og reiknaði síðan út,
hvenær sólin myndi á sólstöðudag
hafa komið upp nákvæmlega þar
sem línan benti til. Enda þótt hann
hefði sjálfur tekið trúna á það, að
Stonehenge væri verk Drúíða, varð
niðurstaða hans sú, að það hlyti að
hafa verið reist einhvem tíma frá
1900—1500 árum f. Kr. En það er
meira en þúsund árum áður en
Drúíðar eru fyrst nefndir í letri,
og löngu áður en Keltar komu til
Bretlandseyja. Viðarkol sem fund-
ust í grunninum þannig að sjá
mátti, að þau væru frá því að ver-
ið var að reisa Stonehenge, voru
rannsökuð árið 1950 með kolefnis-
aðferðinni (Karbón-14) og varð
niðurstaðan þar, að þetta hefði
gerzt um 1847 árum fyrir Kr. og
gæti þó skeikað allt að 275 árum