Úrval - 01.08.1967, Side 92
90
ÚRVAL
steinarnir sem enn standa. En þetta,
að bláu steinarnir höfðu verið end-
urnotaðir var líka fyrsta bendingin
um það að Stonehenge í endanlegri
gerð sinni hefði ekki veri'ð hið
fyrsta mannvirki þeirrar tegundar
sem þarna var reist, heldur hefði
það verið endurbyggt á frumsögu-
tímum, ef til vill oftar en einu
sinni.
Önnur ráðgáta sem lengi hefur
leitað á rannsóknarmenn er það til
hvers auða svæðið hafi verið, sem
var á milli yztu steinaraðarinnar og
hins hlaðna garðs þar fyrir utan.
Árið 1920 fóru Hawley liðsforingi
og R. J. Newall að grafa upp á þessu
svæði. Þeir fundu þrjár raðir af
holum eða litlum lautum, hverja
utan fyrir annarri, sem grafnar
höfðu verið í krítarborinn jarðveg-
inn, en síðan höfðu þær fyllzt smám
saman. Yzta röðin hafði enn verið
sjáanleg á tímum John Aubreys, og
getur hann um þessar lautir, sem
nú eru oftast kallaðar „lautir Au-
breys“. Grafararnir gizkuðu á, að
í þessum lautum hefðu bláu stein-
arnir staðið í fyrstu, áður en farið
var að reisa grásteinadrangana í
miðju mannvirkisins. Var þetta al-
mennt tekið gilt um þrjátíu ára
skeið, en á síðari árum hafa nýjar
útlistanir komið fram og mörg at-
riði færð til sambands við aðra
þe^kingu á sögu bronsaldar. Menn
hafa komizt að þeirri niðurstöðu að
fyrstu stóru steinaraðirnar á þess-
um stað hafi verið úr bláu steinun-
um. En sú ráðgáta, hvernig farið
hafi verið að því, að flytja þá alla
þessa leið eða hversvegna það hafi
verið gert, hefur ekki verið leyst.
Kvöld eitt í júní 1953, þegar hníg-
andi sól var að kasta geislum sín-
um á steinaraðirnar í Stonehenge,
veitti einn af gröfurunum því at-
hygli, að á einum grásteinsfletinum
fóru að koma fram myndir, sem
skýrðust við það hvað skuggarnir
mörkuðust skarpt á fletinum á þessu
tiltekna augnabliki. Þegar betur var
að gáð, sást að þetta voru lágmynd-
ir, höggnar í steininn, og af mjög
líkri gerð og þær sem fundizt hafa
á stórsteinagröfum írlands, Bret-
tagneskaga og á bergveggjum í Nor-
egi og Svíþjóð. En þessar myndir
voru af öxum og af rýtingi einum.
Myndirnar voru nú einar fyrir
sig næg sönnun þess, að síðasta
hluta Stonehenge-mannvirkisins hafi
verið lokið við á bronsöld, en að
því er rýtinginn snerti, sem ekki
hefur fundizt meðal bronsaldar-
menja í Englandi (að undanteknum
einum, sem fannst í haug í Kornvall,
og auðsjáanlega er innfluttur). En
til er sá staður þar sem rýtingar
af þessari gerð eru vel kunnir. Það
er í Grikklandi Mýkenetímans um
1500 árum f. Kr., þegar hetjuöld var
þar, sú sem frægust hefur orðið í
kvæðum Hómers um Trjóustríð.
O. G. S. Crawford, góðkunnur
fræðimaður um brezkar fornleifar,
benti á það að hefði steinhöggvar-
inn verið brezkur, þá mundi hann
hafa myndað innlendian en ekki
grískan rýting á grjótið í Stone-
henge. Og af þessu þóttust menn
mega draga þá ályktun, að Grikkir
frá Mýkene hefðu verið á ferðinni
í Stonehenge, þegar verið var að
leggja síðustu hönd á smíði þessa
mikla musteris. Þá leiddu menn líka