Úrval - 01.08.1967, Page 92

Úrval - 01.08.1967, Page 92
90 ÚRVAL steinarnir sem enn standa. En þetta, að bláu steinarnir höfðu verið end- urnotaðir var líka fyrsta bendingin um það að Stonehenge í endanlegri gerð sinni hefði ekki veri'ð hið fyrsta mannvirki þeirrar tegundar sem þarna var reist, heldur hefði það verið endurbyggt á frumsögu- tímum, ef til vill oftar en einu sinni. Önnur ráðgáta sem lengi hefur leitað á rannsóknarmenn er það til hvers auða svæðið hafi verið, sem var á milli yztu steinaraðarinnar og hins hlaðna garðs þar fyrir utan. Árið 1920 fóru Hawley liðsforingi og R. J. Newall að grafa upp á þessu svæði. Þeir fundu þrjár raðir af holum eða litlum lautum, hverja utan fyrir annarri, sem grafnar höfðu verið í krítarborinn jarðveg- inn, en síðan höfðu þær fyllzt smám saman. Yzta röðin hafði enn verið sjáanleg á tímum John Aubreys, og getur hann um þessar lautir, sem nú eru oftast kallaðar „lautir Au- breys“. Grafararnir gizkuðu á, að í þessum lautum hefðu bláu stein- arnir staðið í fyrstu, áður en farið var að reisa grásteinadrangana í miðju mannvirkisins. Var þetta al- mennt tekið gilt um þrjátíu ára skeið, en á síðari árum hafa nýjar útlistanir komið fram og mörg at- riði færð til sambands við aðra þe^kingu á sögu bronsaldar. Menn hafa komizt að þeirri niðurstöðu að fyrstu stóru steinaraðirnar á þess- um stað hafi verið úr bláu steinun- um. En sú ráðgáta, hvernig farið hafi verið að því, að flytja þá alla þessa leið eða hversvegna það hafi verið gert, hefur ekki verið leyst. Kvöld eitt í júní 1953, þegar hníg- andi sól var að kasta geislum sín- um á steinaraðirnar í Stonehenge, veitti einn af gröfurunum því at- hygli, að á einum grásteinsfletinum fóru að koma fram myndir, sem skýrðust við það hvað skuggarnir mörkuðust skarpt á fletinum á þessu tiltekna augnabliki. Þegar betur var að gáð, sást að þetta voru lágmynd- ir, höggnar í steininn, og af mjög líkri gerð og þær sem fundizt hafa á stórsteinagröfum írlands, Bret- tagneskaga og á bergveggjum í Nor- egi og Svíþjóð. En þessar myndir voru af öxum og af rýtingi einum. Myndirnar voru nú einar fyrir sig næg sönnun þess, að síðasta hluta Stonehenge-mannvirkisins hafi verið lokið við á bronsöld, en að því er rýtinginn snerti, sem ekki hefur fundizt meðal bronsaldar- menja í Englandi (að undanteknum einum, sem fannst í haug í Kornvall, og auðsjáanlega er innfluttur). En til er sá staður þar sem rýtingar af þessari gerð eru vel kunnir. Það er í Grikklandi Mýkenetímans um 1500 árum f. Kr., þegar hetjuöld var þar, sú sem frægust hefur orðið í kvæðum Hómers um Trjóustríð. O. G. S. Crawford, góðkunnur fræðimaður um brezkar fornleifar, benti á það að hefði steinhöggvar- inn verið brezkur, þá mundi hann hafa myndað innlendian en ekki grískan rýting á grjótið í Stone- henge. Og af þessu þóttust menn mega draga þá ályktun, að Grikkir frá Mýkene hefðu verið á ferðinni í Stonehenge, þegar verið var að leggja síðustu hönd á smíði þessa mikla musteris. Þá leiddu menn líka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.