Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 93
STONEHENGE
91
huga að því, að allt eins og grá-
steinsdrangarnir í Stonehenge höfðu
verið höggnir og lagaðir til með
stórum steinsleggjum, þá var þetta
alveg sama aðferðin og notuð var
í Egyptalandi við smíði hinna háu
granít-óbeliska á sama tíma. Sum-
ir létu sér jafnvel detta í hug, að
ráðinn hefði verið byggingameist-
ari fi'á Grikklandi eða Egyptalandi
þarna fyrir 35 öldum til þess að
endurbyggja Stonehenge a, þann
hátt sem varð. En hvað sem því
líður, þá er þessi daggarður frá
Mýkene einn af mörgum vitnisburð-
um um þau verzlunar- og siglinga-
sambönd sem lágu víða um Evrópu
á þeim tíma, þegar menning bronz-
aldar var á hátindi sínum.
Það er ætlun manna að Stone-
henge hafi tvívegis verið endurbyggt
eða að greina megi þrjú stig í
byggingu þess. Á fyrsta stiginu hef-
ur lítið sem ekkert stórgrýti verið
notað, heldur veggir hlaðnir úr
jarðvegi og grjóti, en þó var Hele
steinnin þá þegar til, því að við
hann og sólarupprásina um sólar-
stöður miðast allt mannvirkið.
Merkilegt er það, að Stonehenge
eins og það var fyrst, er ekki eins-
dæmi. Fundizt hafa að minnsta
kosti þrjú önnur við ofanverða
Tempsá á síðari árum, sem bera
svipuð einkenni. Og leirker og aðrir
munir, sem fundizt hafa á sömu
stöðum og í sambandi við þessar
menjar, benda allar til sama tíma
eða sama stigs í mannfélagsþróunn-
inni.
Stonehenge var frá fyrstu byrjun
sinni hof eða musteri, sem helgað
var sólinni, eins og þýðing Hele-
steinsins ber vott um. Ýmsar forn-
minjar sem fundizt hafa í sambandi
við það sýna, að samfara hinum
þrem sligum byggingar þess hafa
verið mismunandi menningarstig.
Er það menningarframsókn brons-
aldar, frá veiðimannslífi til akur-
yrkju og síðan siglinga og verzlun-
ar á blómatímanum, sem þróunin
við Stonehenge endurspeglar. Þriðja
og lokastigið í byggingu þess ber
eins og áður er sagt upp á þetta
blómaskeið, en þá mun sólar-trú
hafa gengið yfir alla Evrópu.
Sú spurning liggur beint við,
hvort ekki hafi verið eitthvert náið
samband milli slíks mannvirkis úr
steini, sem Stonehenge er, og hinna
voldugu grafhýsa úr steini frá þess-
um tíma sem finnast á írlandi, Bre-
tagneskaga, Spáni og víðar. Hring-
ar af uppreistum steinum eru á
þessum svæðum öllum og í Bretagne
eru steinmannvirki, sem jafnast
nærri því á við Stonehenge að mik-
illeik, enda þótt þau séu því annars
mjög ólík að skipulagi og útliti. í
nánd við Carnac, nálægt suðvest-
urströnd skagans, eru um þrjú þús-
und reistir steinar. Sumir standa
einir sér, og gnæfa þeir stærstu
um sex til sjö metra yfir jafnsléttu,
en einn sem nú liggur í fimm-hlut-
um á jörðinni mun hafa verið yfir
tuttugu metrar á hæð, og vegið
full þrjú hundruð og fimmtíu tonn.
Furðulegust af öllum minningar-
merkjum í Carnac eru . hinar svo-
nefndu raðir — alignments — en
það eru fjölmargir reistir steinar,
sem mynda beinar línur, mörg
hundruð metra langar, og marka