Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 101

Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 101
JÓHANNES PÁFI 99 gegna þessu mikla starfi. En hann var góður „hermaður", og því bjó hann sig undir að yfirgefa höll sína í Istanbul. En samt sendi hann orð- sendingu til Vatíkansins í varúðar- skyni ,og í henni mátti greina örlít- inn kvörtunartón. Og hann fékk taf- arlaust svar. Efni þess var á þá leið, að Angelo Roncalli væri bezti maðurinn til þess að leysa af hendi erfitt viðfangsefni. Píus páfi 12. hafði valið hann persónulega, og hann færi til Parísar. Það var vissulega erfitt viðfangs- efni, sem hinn 63 ára gamli Roncalli átti nú að glíma við. Bráðabirgða- stjórn Frakklands undir forystu de Gaulle hershöfðingja (sem er ekkert lamb að leika sér við, eins og hálf veröldin veit nú orðið), hafði kraf- izt þess, að fyrirrennari Roncallis yrði kvaddur heim. Sá sendiherra páfa hafði verið viðurkenndur af hinni fyrirlitnu stjórn Petains, og de Gaulle hélt því fram, að sá sendiherra hlyti því að hafa unnið með Þjóðverjum. Páfinn sjálfur var jafnvel ekki hafinn yfir allan grun. Og slíkt var andrúmsloftið, sem ríkti í París, er Roncalli kom þangað. Honum var ekki aðeins tek- ið fálega við komuna þangað, eins og hann hafði búizt við. Hann mætti andúð og varð var við, að hann var grunaður um græsku. Þar að auki var honum skipað án allra málalenginga að setja af heilan hóp biskupa, sem voru ásakaðir um að hafa hjálpað óvinunum. Það var hershöfðinginn sjálfur, sem afhenti Roncalli skjalamöppu, sem hafði að geyma fyrirskipanir þessar og annað þar að lútandi. Ron- calli opnaði hana og fletti því, sem hún hafði að geyma. Síðan leit hann upp og hélt áfram að líta upp, þang- aðað til hann horfðist í augu við hinn risavaxna mann, sem þarna stóð. Hann horfði í þessi röku, reiði- legu og andúðarfullu augu. Svo brosti hann örlítið og lagði þybb- inn fingur á skjalið, sem hafði að geyma fyrirskipunina. „Má ég þá fá að sjá sönnunargögn- in? Þetta......þetta er mappa með dagblaðaúrklippum. “ Hann hafði á réttu að standa. Það var allt og sumt, sem mappan hafði að geyma. Unnið var að söfnun sönnunargagna, en þó kvartað mjög yfir nauðsyn slíks. Það tók 10 mán- uði. Að lokum neyddist de Gaulle svo til þess að viðurkenna, að hann hefði haft á röngu að standa, hvað 30 biskupa snerti. Og af þeim 33 biskupum, sem krafizt hafði verið, að yrðu látnir hætta störfum, voru aðeins 3 látnir hætta. Margir menn hafa deilt og rök- rætt við de Gaulle hershöfðingja. En engum hefur samt gengið eins vel og Roncalli. Allt frá því augna- bliki að Angelo Roncalli kom til Parísar, sýndi hann það greinilega, að undir broshýru yfirborði bónda- sonarins leyndist járnvilji og krafa um skilyrðislausa sanngirni og heið- arleika. Stríðinu lauk, og Roncalli varð kyrr í Frakklandi. Brátt var hann farinn að taka þátt í hinum æva- gamla bardaga, sem háður var um fjárveitingar til kaþólskra skóla. Og samt ferðaðist hann einnig mik-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.