Úrval - 01.08.1967, Síða 114
112
ÚRVAL
eyjunum og sumum kantónunum
(sýslunum) í Sviss.
Júgóslavía er líklega þaS land,
þar sem áhrifa slíks ástands gætir
einna mest. Innan landamæra þess
ríkis er talaður hvorki meira né
minna en fjórðungur allra tungu-
maia Evrópu (vestan Rússlands),
allt frá tyrknesku til miðalda-
spænsku (sem enn er töluð af Gyð-
ingum í Sarajevo) og frá þýzku til
grísku.
Júgóslafar geta rekið erindi sín
og útkljáð viðskipti á fjórum tungu-
málum. Flestir Júgóslafar tala serb-
nesk-króatisku, sem hefur tvenns
konar myndir, og hefur hvor þeirra
sitt sérstaka stafróf. Þar er ekki um
að ræða „cló Romhánach" eða „cló
Gaelach“, (rómverska eða gaeliska
stafrófið) heldur „cyrilliska“ staf-
rófið, sem notað er af hinum grísk-
kaþólsku Serbum, og rómverska
stafrófið, sem notað er af hinum
rómversk-kaþólsku Króötum.
Allt fram á síðustu ár höfðu Kró-
atar enn eitt stafróf, „glagolitiska“
stafrófið, sem var aðeins notað í
sambandi við guðsþjónustur og tíða-
gerðir. Þeir hafa enn fjórar sér-
stakar mállýzkur (en ein þeirra var
búin til á síðustu öld á svipaðan
hátt og Esperanto) fyrir ljóðagerð,
auk hins hversdagslega forms ó-
bundins máls.
Það virðist ólíklegt, að allar þær
íurðulegu aðstæður, sem verið hafa
við lýði í Evrópu fram til vorra
daga á sviði tungumála, geti haldið
lífi í það óendanlega. En tungumál
geta verið furðulega lífseig. Það
eru ekki mörg tungumál, sem hafa
dáið út í Evrópu síðan á miðöld-
um. Fornprússneska og polabiska,
hvort tveggja slafnesk tungumál,
lutu í lægra haldi fyrir þýzku fyrir
nokkrum öldum. Corniska-(sem var
töluð á Cornvvallskaga í Englandi)
og dalamatiska dóu út nokkru síð-
ar. Livoniska og manx (sem var
töluð á eyjunni Mön) sýndu lífs-
mark fram á þessa öld, en nú má
telja þau alveg útdauð. Baskamál-
ið og skozka gaeliskan eru meðal
þeirra tungumáia, sem hnignar nú
einnig smám saman.
Á hinn bóginn hafa ýmis þau
tungumál, sem eru eingöngu töluð
á mjög afmörkuðum og oftast litl-
um svæðum, reynzt furðulega öfl-
ug. Finnsku, slóvensku, maltnesku
og albönsku, má telja meðal þeirra
opinberu þjóðtungna Evrópu, sem
engin hætta virðist á, að deyi út.
En samt er sérhvert þessara tungu-
mála talað af minna en milljón
manns og ekkert þeirra naut opin-
berrar viðurkenningar í byrjun síð-
ustu aldar og var enda lítil rækt við
þau lögð þá.
Jafnvel þótt minni háttar tungu-
mál hafi ekki hlotið opinbera við-
urkenningu, geta þau samt reynzt
mjög lííseig. Iðnbyltingin og áhrif
beggja heimsstyrj aldanna hafa haft
geysileg áhrif á fjölda welskumæl-
andi tolks (en því hefur fækkað
úr 900.000 árið 1931 í færri en 700.000
árið 1961). En samt tala nú miklu
fleiri welsku heldur en í byrjun
síðustu aldar.
Hver er ástæðan fyrir því, að
mörg hinna minni háttar tungu-
mála Evrópu hafa haldið lífi og
jafnvel blómgazt? Yfirleitt er það
regla, að þar sem venjulegir lífs-