Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 115
LENGI LIFI EUROBABEL!
113
hættir héraðsbúa haldast óbreytt-
ir innan síns forna umhverfis, þá
mun tungumál fólksins einnig lifa,
burtséð frá þróuninni annars stað-
ar. Og líkurnar fyrir því, að tungu-
málið haldi áfram að lifa, munu
jafnvel aukazt, ef íbúar svæðisins
fá staðizt hin fyrstu áhrif nútíma
borgarlífs. Ástæðan er sú, að nú-
tímalíf hefur það í för með sér,
að fólk gerir sér betri grein fyrir
séreinkennum og erfðavenjum eig-
in samfélags og þetta verður því oft
til þess að vekja löngun til þess að
viðhalda þessum einkennum og
venjum, þar á meðal sérstöku
tungumáli.
Útbreiðsla lestrarkunnáttu og
betri lífsskilyrða almennings kann
að verða til þess að gera lífið í sam-
félagi einhvers meiri háttar tungu-
máls meira aðlaðandi en áður og
það verður auðveldara að flytjast
þangað og gerast borgari í því sam-
félagi. En samt eru til dæmi um
það, að þessi kenning fær ekki alltaf
staðizt.
Fólk, sem er ánægt með lífshætti
sína, kann jafnvel að geta grætt á
nútímaþróuninni með því að við-
halda minni háttar tungumáli. Slíkt
virðist hafa gerzt í Luxembourg og
í hinum þýzkumælandi sýslum
Sviss.
En hvað sem líður nú kostunum
við sameiningu á tungumálasviðinu,
og vafalaust eru þeir kostir fyrir
hendi, þá mundu mannfræðingar
og málfræðingar syrgja ástæðulaus-
an dauða lifandi tungumáls, hvert
svo sem það er, og þjóðfélagsfræð-
ingarnir eru á móti öllu því, sem
veikir líf hvers samfélags með því
að neyða menn til þess að láta und-
an ópersónulegum utanaðkomandi
„yfirgangi“ og semja sig þannig
tilneyddir að annarra siðum.
Nú eru skemmtiferðamenn orðnir
ein helzta máttarstoð í efnahagslífi
fjölda ríkja um víða veröld. Hvern-
ig skyldi afstaða þeirra vera gagn-
vart þeim möguleika, að tungumálin
renni saman eða deyi út í hrönn-
um og slíkur mismunur þurrkist
smám saman út? Fyrir golfiðkend-
ur hefur helvíti verið lýst sem ein-
um eilífum golfleik, þar sem hinir
útskúfuðu slá kúlunni í holuna í
hvert einasta skipti er þeir slá.
Hvað skemmtiferðamanninn snertir,
gæti helvíti verið eilíf könnunar-
og skemmtiferð, þar sem allir, sem
á vegi hans verða, allt frá Tíbet til
Timbuktu, gætu skilið hann full-
komlega og gert þannig að engu
fyrir honum þann skemmtilega
möguleika að verða fyrir því að
vera misskilinn eða „upplifa“ að
lokum þá dýrðlegu gleði að geta
að lokum gert sig skiljanlegan gagn-
vart framandi fólki og skilið það
sjálfur eftir talsverða fyrirhöfn.
Kannski ættum við því þrátt fyrir
allt að hrópa heils hugar: „Lengi
lifi Eurobabel!"
Og svo var það vesalings maðurinn, sem var tekinn fastur fyrir að
aka undir áhrifum ............. eiginkonu sinnar.