Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 123

Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 123
GÁFNALJÓSAKLÚBBURINN 121 „Mensa“ hefur enga opinbera af- stöðu, hvað snertir stjórnmál, trú- arbrögð, efnahagsmál eða þjóðfélags- leg velferðarmál. Meðal meðlimanna kennir margra grasa. Þar er allt frá svörtum bréfbera í Bronxhverfinu í New Yorkborg til formanns einna samtaka hvítra manna í Suðurríkj- unum. Hvað aldur snertir, eru „Emmarnir" allt frá 8 ára gömlum skóladreng með greindarvísitöluna 200 til áttræðs verkfræðings. Þar eru kennarar, námsmenn, húsmæð- ur, læknar, verkfræðingar, endur- skoðendur, lögfræðingar, rithöfund- ar, málarar, leikarar, sálfræðingar og fulltrúar fjölmargra annarra at- vinnugreina. Tekjur meðlima eru einnig mjög mismunandi. Þar getur að líta iðn- jöfur með 70.000 dollara árstekjur og síðan allar götur niður til at- vinnulausra meðlima, sem hafa alls engar tekjur. Meðaltekjur Mensa- meðlima eru um 10.500 dollarar á ári. Meðaltekjur karimannanna eru um 11.500, en kvenna um 7.000 doll- arar (en um þriðjungur meðlimanna er konur). Aðaltilgangur Mensa er rannsókn- ir á sviði sálarfræði og þjóðfélags- vísinda. Þar að auki gefur það gáf- uðu fólki tækifæri til þess að hitta sína líka og deila geði við þá og skiptast á skoðunum með hjálp fyr- irlestra, umræðna, bréfaskipta og birtingu greina í tímaritinu „Mensa Journal". Það var Sir Cyril Burt, prófessor í sálarfræði við Lundúnaskóla, sem átti hugmyndina að Mensa. Prófess- or Burt stakk upp á því í útvarps- ræðu, að samstarfshópur hágáfaðs fóiks kynni að geta orðið til mikils gagns fyrir stjórnmál og aðra þá, sem taka ákvarðanir, er almenning varða. Það eru samtals 100 félagsdeildir Mensa hér í Bandaríkjunum og í Kanada. MeSIimir þeirra koma sam- an í hverjum mánuði. Þar að auki eiga margir þeirra óformlegar við- ræður innbyíðis á heimilum, í veit- ingahúsum og á öðrum stöðum. Það er sama, hvort verið er að ræða um Ijóðagerð, málara- eða höggmynda- list, bridge, fjárfestingu eða jap- anska skák. Umræðurnar eru alltaf fjörlegar, og menn ræðast við í góðu skapi, jafnvel þótt oft sé langt frá því, að menn séu á sama máli. Victor Serebriakoff, hinn glaðlegi og rauðskeggjaði alþjóðaritari Mensa, segir svo: „Þegar ég gekk í Mensa, hugsaði ég sem svo: Nú er ég að ganga í félagsskap snjallra manna. Þess vegna hljóta allir að vera á sama máli og ég.“ En því miður reyndist það nú ekki verða svo. Síðan giftist ég einum með- liminum og tók þá fyrst að upp- götva til fulls, hversu oft og inni- lega mannlegar verur geta verið ósammála." Serabriakoff er framkvæmdastjóri í sögunarmyllu, en í frístundum sín- um leikur hann í Shakespeareleik- ritum. Hann er sonur brezkrar móð- ur, en faðir hans er fæddur í Rúss- landi. Hann reyndist hafa greindar- vísitöluna 161 samkvæmt vísitölu- kerfi Cattells. Mensafélög halda mót árlega í Englandi, Bandaríkjunum og Kan- ada. Alþjóðlegt ársmót er haldið á tveggja ára fresti (IAG). Árið 1964
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.