Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 123
GÁFNALJÓSAKLÚBBURINN
121
„Mensa“ hefur enga opinbera af-
stöðu, hvað snertir stjórnmál, trú-
arbrögð, efnahagsmál eða þjóðfélags-
leg velferðarmál. Meðal meðlimanna
kennir margra grasa. Þar er allt frá
svörtum bréfbera í Bronxhverfinu
í New Yorkborg til formanns einna
samtaka hvítra manna í Suðurríkj-
unum. Hvað aldur snertir, eru
„Emmarnir" allt frá 8 ára gömlum
skóladreng með greindarvísitöluna
200 til áttræðs verkfræðings. Þar
eru kennarar, námsmenn, húsmæð-
ur, læknar, verkfræðingar, endur-
skoðendur, lögfræðingar, rithöfund-
ar, málarar, leikarar, sálfræðingar
og fulltrúar fjölmargra annarra at-
vinnugreina.
Tekjur meðlima eru einnig mjög
mismunandi. Þar getur að líta iðn-
jöfur með 70.000 dollara árstekjur
og síðan allar götur niður til at-
vinnulausra meðlima, sem hafa alls
engar tekjur. Meðaltekjur Mensa-
meðlima eru um 10.500 dollarar á
ári. Meðaltekjur karimannanna eru
um 11.500, en kvenna um 7.000 doll-
arar (en um þriðjungur meðlimanna
er konur).
Aðaltilgangur Mensa er rannsókn-
ir á sviði sálarfræði og þjóðfélags-
vísinda. Þar að auki gefur það gáf-
uðu fólki tækifæri til þess að hitta
sína líka og deila geði við þá og
skiptast á skoðunum með hjálp fyr-
irlestra, umræðna, bréfaskipta og
birtingu greina í tímaritinu „Mensa
Journal".
Það var Sir Cyril Burt, prófessor
í sálarfræði við Lundúnaskóla, sem
átti hugmyndina að Mensa. Prófess-
or Burt stakk upp á því í útvarps-
ræðu, að samstarfshópur hágáfaðs
fóiks kynni að geta orðið til mikils
gagns fyrir stjórnmál og aðra þá,
sem taka ákvarðanir, er almenning
varða.
Það eru samtals 100 félagsdeildir
Mensa hér í Bandaríkjunum og í
Kanada. MeSIimir þeirra koma sam-
an í hverjum mánuði. Þar að auki
eiga margir þeirra óformlegar við-
ræður innbyíðis á heimilum, í veit-
ingahúsum og á öðrum stöðum. Það
er sama, hvort verið er að ræða um
Ijóðagerð, málara- eða höggmynda-
list, bridge, fjárfestingu eða jap-
anska skák. Umræðurnar eru alltaf
fjörlegar, og menn ræðast við í góðu
skapi, jafnvel þótt oft sé langt frá
því, að menn séu á sama máli.
Victor Serebriakoff, hinn glaðlegi
og rauðskeggjaði alþjóðaritari
Mensa, segir svo: „Þegar ég gekk í
Mensa, hugsaði ég sem svo: Nú er
ég að ganga í félagsskap snjallra
manna. Þess vegna hljóta allir að
vera á sama máli og ég.“ En því
miður reyndist það nú ekki verða
svo. Síðan giftist ég einum með-
liminum og tók þá fyrst að upp-
götva til fulls, hversu oft og inni-
lega mannlegar verur geta verið
ósammála."
Serabriakoff er framkvæmdastjóri
í sögunarmyllu, en í frístundum sín-
um leikur hann í Shakespeareleik-
ritum. Hann er sonur brezkrar móð-
ur, en faðir hans er fæddur í Rúss-
landi. Hann reyndist hafa greindar-
vísitöluna 161 samkvæmt vísitölu-
kerfi Cattells.
Mensafélög halda mót árlega í
Englandi, Bandaríkjunum og Kan-
ada. Alþjóðlegt ársmót er haldið á
tveggja ára fresti (IAG). Árið 1964