Úrval - 01.02.1968, Page 5
2. hefti
27. árg.
Úrval
Febrúar
1968
Hin stóru „höfuð“ á afskekktri eyju, Páskaeyjunni,
hafa töfrað fólk uni aldaraðir. Hver reisti þessar styttur, sem
vekja mönnum lotningu? Hvaða tilgangi liafa þœr þjónað?
Eyja hinna
augnalausu vaktara
Eftir L. Spraque de Camp.
Einn af einmanaleg-
ustu stöðum á þessari
plánetu okkar er
Páskaey, eða Rapa Nui,
•eins og innbyggjarnir
kalla hana. Menn verða að ferðast
2.200 mílur í austur til að ná til
stranda Suður-Ameríku eða, ef far-
ið er í hina áttina, þá 1200 mílur til
Pitcairn eyjar. Hin afskekkta lega
Páskaeyjarinnar gerir fornminjar
enn furðulegri en ella væri, ef þær
væru nær fjölmennari menningar-
löndum.
Af hafi lítur eyjan út eins og
grængrösugt land upp af háum
svörtum klettum. Hún er næst því
að vera þríhyrnd að lögun og um-
málið er 35 mílur og flatarmálið
45 mílur.
Nálægt miðju þríhyrningsins eru
ávalir tindar þriggja útbrunninna
eldfjalla, Rano Raraku, Rano Kao
og Rano Aroi. Lægri tindar rísa
hér og þar um eyjuna.
Loftslagið er milt en veður-
farið heldur vindasamt og fylgir
vindinum regn. Þar eru engin inn-
lend spendýr, en skordýr eru þar
til óþæginda.
Science Digest
3