Úrval - 01.02.1968, Side 14
12
ÚRVAL
ið um lífið, að honum var ljóst, að
bænir hennar voru ekki uppfyllt-
ar.
Þessi reynsla drengsins nægði til
þess að gera hann að trúleysingja
þegar hann óx upp. Annar atburð-
ur bernskuáranna hafði líka mikil
áhrif á hann, en það var slys, sem
hann varð fyrir
Dag nokkurn, þegar hann var
smákrakki, var sonur veitinga-
mannsins í Bromley að ærslast við
hann og kastaði honum upp í loft-
ið, en Wells kom svo illa niður, að
hann fótbrotnaði. Hann var borinn
heim og lagður á legubekk og þar
lá hann í nokkra daga. Kona veit-
ingamannsins, sem vildi bæta fyrir
brot sonar síns, sendi Wells alls
konar góðgæti, sem ekki hafði áð-
ur sézt á heimilinu — og heilmikið
af bókum. Drengurinn hafði aldrei
kynnst svo mörgum og margvís-
legum bókum og þær opnuðu hon-
um nýjan heim. Wells sagði síðar,
að hefði hann ekki fótbrotnað og
kynnst þessum bókum, þá hefði
hann orðið búðarsveinn alla ævi.
Skólagöngu hans var lokið þeg-
ar hann var fjórtán ára og hann
fékk atvinnu í vefnaðarvöruverzl-
un. Hann átti að vera við peninga-
kassann og kynna sér jafnframt
reksturinn. Honum fannst starfið
hundleiðinlegt og hann fór að velta
því fyrir sér, hvernig hann gæti
losnað úr því. Átti hann að berja
kaupmannin í hausinn með klæðis-
stranga, móðga einhvern viðskipta-
vininn eða kyssa fallega stúlku fyr-
ir framan nefið á eigendum fyrir-
tækisins . . . . ?
En áður en hann hafði ákveðið
sig kom annað til skjalanna. Það
hafði oft vantað peninga í kassann
og nú var Wells hálfpartinn ákærð-
ur fyrir þjófnað. Hann var saklaus,
en það komst aldrei upp, hvernig
á peningahvarfinu stóð. Hann von-
aðist nú til að losna úr starfinu,
en kaupmennirnir vildu gefa hon-
um annað tækifæri. En hvort sem
það var af vonbrigðum eða ein-
hverju öðru, þá lenti Wells í
handalögmáli við dyravörðinn fyrir
utan verzlunina. Þá var mælirinn
fullur. Hann var rekinn. Og hann
hraðaði sér burtu, til þess að eiga
ekki á hættu að vera endurráðinn.
Faðir Wells var orðinn öryrki
og móðir hans var nú ráðskona á
sveitasetri einu, og þangað fór hann
til dvalar meðan hann var að í-
huga, hvað hann ætti að gera.
Þetta var eins og að koma í annan
heim, því að þarna var stórt bóka-
safn og þar kynntist hann ýmsum
merkisritum, meðal annars Lýð-
veldi Platos, en af því riti lærði
hann, að þjóðfélagið breytist ekki
smámsaman heldur með stórum og
djörfum sveiflum ímyndunarafls-
ins.
Nú varð það að ráði að Wells
færi að læra lyfjafræði hjá Cowap
nokkrum lyfsala í Widhurst. Cowap
var ekki lengi að komast að raun
um að Wells var ekki efni í lyfja-
fræðing, en þrátt fyrir það varð
dvölin hjá honum árangursrík.
Þar sem Wells kunni enga latínu,
kom Cowap honum í tíma til
Byatts, yfirkennara í menntaskól-
anum í Widhurst Byatt varð svo
forviða á námshæfileikum piltsins,
að hann fékk að hafa hann áfram