Úrval - 01.02.1968, Side 14

Úrval - 01.02.1968, Side 14
12 ÚRVAL ið um lífið, að honum var ljóst, að bænir hennar voru ekki uppfyllt- ar. Þessi reynsla drengsins nægði til þess að gera hann að trúleysingja þegar hann óx upp. Annar atburð- ur bernskuáranna hafði líka mikil áhrif á hann, en það var slys, sem hann varð fyrir Dag nokkurn, þegar hann var smákrakki, var sonur veitinga- mannsins í Bromley að ærslast við hann og kastaði honum upp í loft- ið, en Wells kom svo illa niður, að hann fótbrotnaði. Hann var borinn heim og lagður á legubekk og þar lá hann í nokkra daga. Kona veit- ingamannsins, sem vildi bæta fyrir brot sonar síns, sendi Wells alls konar góðgæti, sem ekki hafði áð- ur sézt á heimilinu — og heilmikið af bókum. Drengurinn hafði aldrei kynnst svo mörgum og margvís- legum bókum og þær opnuðu hon- um nýjan heim. Wells sagði síðar, að hefði hann ekki fótbrotnað og kynnst þessum bókum, þá hefði hann orðið búðarsveinn alla ævi. Skólagöngu hans var lokið þeg- ar hann var fjórtán ára og hann fékk atvinnu í vefnaðarvöruverzl- un. Hann átti að vera við peninga- kassann og kynna sér jafnframt reksturinn. Honum fannst starfið hundleiðinlegt og hann fór að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti losnað úr því. Átti hann að berja kaupmannin í hausinn með klæðis- stranga, móðga einhvern viðskipta- vininn eða kyssa fallega stúlku fyr- ir framan nefið á eigendum fyrir- tækisins . . . . ? En áður en hann hafði ákveðið sig kom annað til skjalanna. Það hafði oft vantað peninga í kassann og nú var Wells hálfpartinn ákærð- ur fyrir þjófnað. Hann var saklaus, en það komst aldrei upp, hvernig á peningahvarfinu stóð. Hann von- aðist nú til að losna úr starfinu, en kaupmennirnir vildu gefa hon- um annað tækifæri. En hvort sem það var af vonbrigðum eða ein- hverju öðru, þá lenti Wells í handalögmáli við dyravörðinn fyrir utan verzlunina. Þá var mælirinn fullur. Hann var rekinn. Og hann hraðaði sér burtu, til þess að eiga ekki á hættu að vera endurráðinn. Faðir Wells var orðinn öryrki og móðir hans var nú ráðskona á sveitasetri einu, og þangað fór hann til dvalar meðan hann var að í- huga, hvað hann ætti að gera. Þetta var eins og að koma í annan heim, því að þarna var stórt bóka- safn og þar kynntist hann ýmsum merkisritum, meðal annars Lýð- veldi Platos, en af því riti lærði hann, að þjóðfélagið breytist ekki smámsaman heldur með stórum og djörfum sveiflum ímyndunarafls- ins. Nú varð það að ráði að Wells færi að læra lyfjafræði hjá Cowap nokkrum lyfsala í Widhurst. Cowap var ekki lengi að komast að raun um að Wells var ekki efni í lyfja- fræðing, en þrátt fyrir það varð dvölin hjá honum árangursrík. Þar sem Wells kunni enga latínu, kom Cowap honum í tíma til Byatts, yfirkennara í menntaskól- anum í Widhurst Byatt varð svo forviða á námshæfileikum piltsins, að hann fékk að hafa hann áfram
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.