Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 15
H. G. WELLS
13
í skólanum eftir að lyfjaíræði-
náminu sleppti. Þó að þessi náms-
tími væri stuttur, vissi Wells þó
eftir þetta hvað lærdómur var.
Eftir sjö vikur var náminu lok-
ið og frú Wells kom syni sínum aft-
ur í atvinnu. Hann var enn ráðinn
í vefnaðarvöruverzlun og var við
það starf í tvö ár að beiðni
móður sinnar, en gafst þá upp.
Þetta var í ágústmánuði 1883 og
Weils var þá sextán ára gamall.
Byatt bauð honum nú starf við
menntaskólann fyrir 20 sterlings-
pund á ári og átti hann að vera
aukakennari. Wells var ekki góður
kennari, en nú varð honum fyrst
ljóst, að hann yrði að afla sér
menntunar, ef hann ætti að komast
áfram. Hann sótti um námsstyrk
við Vísindaskólann í Suður-Kens-
ington og hreppti hann.
Hann hlaut nú ókeypis skólavist
og eitt sterlingspund á viku. Hann
reyndi að draga fram lífið á þess-
ari upphæð um leið og hann las
og kenndi, en það reyndist erfitt.
Erfiðleikarnir, sem hann átti við
að stríða, gerðu hann að sósíalista.
Honum farnaðist ekki að öllu
leyti vel í vísindaskólanum. Hann
stóð sig ágætlega í dýrafræði en
verr í öðrum námsgreinum. En
þessi skóli gerði honum mikið gagn
á annan hátt — hann kom honum
í kynni við hinn fræga líffræðing
T. H. HUXLEY, sem hafði mikil og
varanleg áhrif á hann.
Að loknu námi í Vísindaskólan-
um réðst hann kennari að skóla í
Wales, en líkaði veran þar illa.
Það var í rauninni til að dreifa
huganum í leiðindum sínum að
hann fór að skrifa — og hann átti
auðvelt með það og hafði gaman
af því.
Hann varð fyrir slysi á knatt-
spyrnuvelli og varð að hætta
kennslu, áður en ráðingartíminn
var útrunninn. Hann dvaldi hjá
móður sinni meðan hann var að
hressast og notaði tímann til að
lesa og skrifa. Hann reyndi að selja
það sem hann hafði samið, en gekk
illa. Á einu ári seldi hann eina smá-
sögu fyrir eitt sterlingspund. En
hann gafst ekki upp.
Árið 1888 hélt hann til London
með 5 sterlingspund í vasanum, ó-
ráðinn í hvað gera skyldi, en hann
fékk þó von bráðar kennarastarf
við bréfaskóla einn og hélt því
starfi í sex ár. Hann giftist frænku
sinni, Isabel, en flutti fljótt að
heiman því að hjónabandið var
misheppnað. Þegar hann var ekki
að kenna sat hann við skriftir, og
árið 1893 hafði hann öðlazt tals-
verðar vinsældir fyrir skrif sín.
þrjú hundruð sterlingspund á ári
fyrir sögur og greinar, einkum
vísindalegs efnis, sem hann seldi
ýmsum tímaritum.
Wells lauk prófi frá Lundúnahá-
skóla árið 1894 og sama ár birtist
sagan, sem gerði hann frægan,
TÍMAVÉLIN. Honum voru greidd
100 sterlingspund fyrir söguna en
það var ekki fjárhagsávinningurinn
einn, sem hafði áhrif á Wells, held-
ur líka móttökurnar, sem sagan
fékk. Hann hafði margt að segja,
og hann kunni að segja frá svo
almenningi líkaði.
Wells var mesta hamhleypa eins
og sjá má á því sem eftir hann lá