Úrval - 01.02.1968, Síða 17
Ráðið til að koma í veg fyrir það: ræktun liennar, klakeldis-
stöðvar, fjölgun varpstöðva.
Þetta gœti orðið til að seinka eða afstýra þeirri hungursneyð
meðal mannkynsins, sem nú vofir yfir.
Græna risaskjaldbakan,
sem var að deyja út
Eftir William og Ellen Hartley.
í Matecumbe Key á
Flórida, mjög nærri al-
faravegi, er nú verið að
gera tilraunir, sem að
líkindum munu hafa
gagnger áhrif á líf bæði þessarar
kynslóðar og hinna næstu. Þarna
úti við sjóinn er þró, ekki ýkja stór,
nokkrir metrar á hvern veg, og í
henni sjór. Sá sem fyrir tilraun-
um þessum stendur, heitir Robert
E. Schröder, en aðstoðarmaður hans
er kona hans, Jean, og eru þau að
athuga hvernig græna skjaldbakan
þrífst þegar hún er svift frjálsræði
sínu. Dr. Schröder ætlar sér að
leggja vísínjdalegan grundvöll að
skjalbökurækt, og er þá ætlunin að
unga þeim út og ala þær svo til
frálags, en ef þetta tækist vel mundi
það þýða gífurlega aukningu mat-
væla, sem auðug eru af eggjahvítu.
Það þykir samt ekki líklegt að
þetta nægi eingöngu til að bjarga
vesturhluta heimsins frá fæðuskorti.
En mikið gagn mætti af þessu hafa
— ef græna risaskjaldbakan verð-
ur þá ekki aldauða áður en tekst
að bjarga henni.
Því áður en kemur að næstu
aldamótum verða íbúar Bandaríkj-
anna orðnir 400 milljónir. Á hnett-
inum öllum munu þá lifa 14 mill-
jarðar manna, — 14 000 000 000
menn. Það er ekki laust við að
manni hrjósi hugúr við þvílíkri
aukningu, svo ofboðslegar sem af-
leiðingarnar gætu orðið. Ein af þeim
er sú, að milljarðar manna af þeim
sem nú eru fæddir, munu deyja úr
hungri, og af þeim milljónir innan
fimm eða sex næstu ára, — nema
Science Digest
15