Úrval - 01.02.1968, Page 18
16
URVAL
Þetta er ekki þró, full af skeldýrum. Myndin er af frú Scliröder, þar sem
liún er að gefa litlum skjaldbökuungum, nýskriðnum úr eggi. Þau hjón-
in vonast til að geta látiö 90 til 95% af ungunum ná þroska.
því aðeins að matvælaframleiðslan
aukist um allan helming. Að lík-
indum verður ástandið einna skást
í Bandaríkjunum, en samt má búast
við að ógæfan skelli á einnig þar.
Sá sem mest hefur unnið að því
að forða grænu risaskjaldbökunni
frá tortímingu, heitir Ariehie Carr
og starfar við háskólann á Florida.
Hann stofnaði fyrir allmörgum ár-
um varpstöð í Tortuguero Beach,
Costa Rica, og er hún hin síðasta
af hinum stærri varpstöðum, þar
sem dýrin hafa fullt frjálsræði. í
bók sinni, The Windward Road, get-
ur dr. Carr þess sem hann kallar
,,hina lygilegu vanþekkingu vora á
líffræði þessarar tegundar ....“
Hvernig á að fara að því að láta
grænu skjaldbökuna tímgast? Mundi
henni fara að fjölga aftur við vest-
urströnd Florida, ef henni væri hlíft,
í stað þess að nú eru veiddar hálf-
vaxnar skjalbökur, og engin skjald-
baka hefur verpt þar á síðustu fimm-
tíu árum.
Og nú eru þau Jean og Bob
Schröder að kynna sér líffræði og
lifnaðarhætti þessara skjaldbaka við
Neðri-Matecumbe. Þau þurfa að hafa
hraðann á. „Ef eitthvað skyldi mis-
heppnast í Tortuguero þrátt fyrir
hinn ágæta stuðning Aricie Carr,“
segir Bob, „kann að fara svo að allt
verði unnið fyrir gýg.“
Kjöt þessarar skjaldböku er mjög