Úrval - 01.02.1968, Page 23
Fyrsta spuming hvers reykingamanns, sem vill hætta að reykja, er:
..Ilvers Jconar reykingamaður er ég.“ Það eru mjög lítil
líkindi til þess, að þér talcist að hætta, nema þú hafir myndað
þér skoðun á þessu, og lagt ácetlun þína eftir því. Skoðanakönnun
liefur sýnt, að 86% reykingamanna vilja hætta og myndu
hætta, ef það væri hœgt að veita þeim hjálp til þess. Aðeins
10—15% af venjulegmn reykingamönnum lánast að hætta.
Langar þig í raun og veru
til að hætta að reykja
Eftir Patrice og Ron Deutseh.
„Þessi morgunn var eins
og þegar ég hætti í
fyrsta skipti að reykja
— og mistókst,“ segir
Lynn Blake, „ég gleypti
í mig morgunverðinn, eins og „fest
upp á þráð“, af því að ég var
hætt að reykja. Síðan sat ég líkt
og spenntur bogi og langaði ofsa-
lega í vindling. Ég var reiðubúin
til að ráðast með skömmum á
krakkana, ef þau hefðu hreyft sig
hið minnsta. En svo mundi ég eft-
ir öndunaræfingunum. Mér hafði
verið kenndar nokkrar djúpar og
hægar æfingar, og það var eins og
við manninn mælt, að ég náði sam-
stundis stjórn yfir mér. Ég skildi
þá, að ég gat í raun og veru hætt.
Innan þriggja vikna hafði mér tek-
izt þetta og ég bætti ekki við mig
grammi af fitu.“
Er það reyndin, að jafneinfah
atriði og öndunaræfingar geti hjálp-
að fólki til að hætta að reykja?
Þessu verður að svara játandi, en
samt er það svo, að aðferðirnar við
að hætta að reykja, þurfa í raun-
inni að vera eins margar og menn-
irnir eru margir, sem hætta reyk-
ingum. Það er vegna þess, eins og
læknavísindin hafa leitt í ljós, að
sérhver manneskja reynir að full-
nægja sínum eigin persónulegu
Reader's Digest
21