Úrval - 01.02.1968, Side 30
28
ÚRVAL
í Ástralíu er sagt að kanínur gjóti
fjórum til fimm sinnum á ári, og
fæða þær af sér 48 til 60 unga á
ári hver þeirra, að meðaltali.
Að lyktum var svo komið, að
kanínurnar gátu ekki breiðzt meira
út, því þær voru komnar um álf-
una meira en hálfa allt út að strönd-
um hvarvetna og upp í fjöll allt að
1500 m hæð, en hærra komast þær
ekki því þær þola ekki hið súrefnis-
snauða loft háfjallanna. Reyndar
kafn þær ekki, heldur verða ófrjóar.
Loks var svo komið að tveir
þriðju hlutar meginlands álfunnar
voru undirorpnir þessari plágu, og
töldust kanínurnar vera orðnar 500
milljónir. Þær höfðust við jafnt á
eyðisöndum sem á hásléttum þar
sem jörð var hulin snjó allan vet-
urinn. En ekki gátu þær lagt und-
ir sig skóga, nema jaðrana og rjóð-
ur, og sums staðar þar sem gras óx
mjög þétt þrifust þær ekki.
Þessar 500 milljónir af kanínum
urðu áströlskum bændum heldur
til óþurftar, vægast sagt, enda hélt
landbúnaði við hruni af þessum
völdum. Kanínurnar átu allt grasið
sem búpeningi var ætlað, lögðust á
akra og nöguðu ung tré í ávaxta-
görðunum, svo þau dóu, gereyddu
nýgræðingi þar sem vaxa skyldu
upp skógar, með því að naga börk-
inn. Engum gat dulizt að hér var
voði á ferðum.
í Ástralíu er ekki heyjað handa
fé, heldur gengur það úti allt árið.
Nú komu kanínurnar og átu að vild
sinni í búfjárhögunum, leifðu litlu,
og aðeins því sem verst var. Urðu
sauðfjárhöldin örðug og fækkaði
fénu svo það komst niður í sex og
þrjá fjórðu úr milljón árið 1951,
móts við 15 milljónir 1891. Fyrstu
aðgerðirnar til að stemma stigu við
þessum ófögnuði, voru þær að reyna
að króa kanínurnar af. Um alda-
mótin voru gerðar girðingar með
netum og gerðu sér flestir góðar
vonir um árangur, og að kanínurn-
ar mundu nú ekki breiðast yfir
stærra svæði, því girðingarpar
myndu halda þeim.
Girðingar þessar voru æði kostn-
aðarsamar, því þær voru alls þús-
undir kílómetra að lengd, og teygð-
ust sumar um eyðimerkur og
ókönnuð lönd allt út að Stórasandi
(Great Sandy Desert). Dýrir urðu
aðflutningar vatns og vista til þess-
ara staða, og erfiðir. Kostnaðurinn
við girðingarnar sem lágu um eyði-
merkur, varð um 260 dollarar á
hvern kílómetra, og var það ekki
lítið fé í þá daga.
En gagnið varð sama sem ekk-
ert. Tilkostnaður og erfiði, annað
ekki. Samt fór svo, að ráð fannst,
sem kom að góðu gagni um hríð,
þó að svo virðist sem það ætli ekki
að duga til langframa.
Ástralskir líffræðingar fóru að
leita þess, hvort ekki væri unnt að
sýkja dýrin með næmri farsótt, og
ætluðu þeir líklegast, að tilvaldar
myndu vera einhverjar veiruteg-
undir. Þeir komust að því að veiru-
tegund nokkur, myxoma, sem er
að finna hjá kanínum í Suður-
Ameríku, veldur þeim vægum
veikindum, en drepur þær ekki. Sú
kanínutegund kallast á vísindamáli
Sylvilagus.
Rannsóknamennirnir komust að
þeirri vitneskju, að veira þessi var