Úrval - 01.02.1968, Page 31
KANÍN USTYRJÖLD
2‘>
hættuleg einni tegund af kanínum,
einmitt þeirri, sem orðin var slík
landplága í Ástralíu, þeirri hinni
sömu, sem Thomas Austin hafði
flutt inn frá Evrópu. Veikindin, sem
veiran olli hjá þeim, drap þær all-
ar, sem sýktust, eða því sem næst.
Og engin var ónæm.
Á þremur fyrstu árunum eftir
að kanínustofninn var sýktur,
fækkaði þeim um fjóra fimmtu.
Af þeim 500 milljónum voru ekki
eftir nema 100 milljónir. Jafnframt
jukust ullarafurðir um 35 milljón
kg.
En árið 1952 fóru að berast frétt-
ir um það, að nú væri sjúkdómur-
inn ekki orðinn kanínunum jafn
hættulegur og áður. Veiran hafði
breytzt og komið fram af henni
nýtt afbrigði, sem ekki var kan-
ínunum jafn eitrað. Nú dóu ekki
nema 90% eða minna af þeim sem
sýktust, og þær sem dóu, lifðu leng-
ur en áður var, svo að meiri hætta
var á að moskitóflugan biti þær
og flytti þannig hið nýja afbrigði
yfir í ósýkt dýr. Sumar kanínur
lifðu sjúkdóminn af og urðu ónæm-
ar. Reyndar ekki allar. En sú hætta
vofir yfir, að með tímanum verði
allar kanínur í Ástralíu ónæmar
fyrir veiki þessari. Kanínur er enn
að finna á stórum svæðum í álf-
unni, en eru miklu færri núna en
áður var.
Margt er gert þeim kanínum,
sem eftir lifa, til miska. Þeim er
gert óvært í holum sínum, eitrað
fyxir þær, o.fl., en samt eru allar
líkur til þess að leiknum sé ekki
lokið, ef hann vinnst þá nokkurn-
tíma.
Vitið þið, að um 90% ferðamanna hættir t.il að fá sjóveiki, aðeins
60% loftveiki, en svo aðeins 5% járnbrautarlestarveiki ?
Every woman.
Fólk, sem hefur fjörugt ímyndunarafl, er venjulega forvitið, og
alltaf þegar það er svolítið ástfangið.
Longfellow.
Vitið þið, að lengsta ástarbréf, sem nokkru sinni hefur verið skrifað,
var yfir hálfa mílu á lengd?
Það var skrifað af stúlku einni í New York árið 1954 tii vinar hennar
í hernum. Hún skrifaði það á reiknivélarúllu.
Everywoman.
Klausa í Irish Digest: Þótt Island sé heimsfrægt fyrir síld, þá leggja
fæstir Islendingar hana sér til munns. Þeir mala síldina í mjöl og
nota hana sem húsdýrafóður.