Úrval - 01.02.1968, Page 33
næstheppnasti
flugmaður
í heimi
Eftir D. K. Tooker ofursta.
Hvernig gat þetta gerzt?
Fyrir örfáum sekúndum
hafði ég setið rólegur í
flugmannssætinu í orr-
‘ ustuþotunni minni og
látið fara vel um mig. Hún var af
gerðinni F-8 og flaug hraðar en
hljóðið. Ég var á leið til Kaliforn-
íu til Hawaii. Þar var um að ræða
upphaf hópfugs yfir Kyrrahafið til
Japan, og voru 18 flugvélar í hópn-
um. Skyndilega stóð flugvélin mín
í björtu báli og fór að snúast ofsa-
lega. Hún titraði og kipptist ofsa-
lega til, og höfuð mitt kastaðist í
veggina sitt á hvað eins og borð-
tenniskúla. Og ég hafði ekki hug-
mynd um, hvað farið hafði úr lagi!
Þennan júnímorgun árið 1963 vor-
um við nýbúnir að mæta bensín-
flutningavél af gerðinni KC-130, og
áttum við að taka nýjar bensín-
birgðir á flugi. Veðrið var fagurt,
svolítill mótvindur og lágt skýja-
þykkni, sem var reyndar of lágt til
þess að það ylli okkur vandkvæð-
30
Readers Digest
■
.................................V'S"'.
ÍP
| j'ýp;;?:' '{■ í's::T tlflll
■ . ■': ' ■■■■: ; ■
um, þar eð við tókum bensín í
20.000 feta hæð. Flugvélunum var
skipt í hópa og voru 6 flugvélar í
hverjum hóp. Ég var foringi ann-
ars hópsins, þannig að það var einn
hópur á undan okkur og annar á
eftir. Þetta voru Crusader-þotur
með einu sæti, og við höfðum hitt
KC-bensínflutningaflugvélarnar á
nákvæmlega tilteknum stað og
tíma. Við hægðum ferðina rétt fyr-
ir aftan bensínflutningaflugvélamar
og hættum að fljúga í oddaflugi,
heldur sveif nú hver orrustuþota
léttilega að afturenda sinnar ben-
sínflutningaflugvélar.
Öllum tókst að tengja bensín-
leiðslurnar við fyrstu tilraun.
Græna ljósið á mælaborðinu mínu
kviknaði til merkis um, að nú væri
bensín farið að streyma frá bensín-
flutningaflugvélinni. Ég gat séð
mann standa við afturgluggann í
stóru flugvélinni. Hann var að taka
myndir. „Veslings maðurinn,“ hugs-
aði ég, „það hlýtur að vera fremur
31