Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 39
ÉG ER NÆSTHEPPNASTI FLUGMAÐUR . . .
37
einmitt á leið til Long Beach í Kali-
forníu. Ég hjálpaði skipslækninum
til þess að reyna að telja kjark í
Jud. Við héldum áfram þessari við-
leitni okkar alla nóttina. Læknir-
inn sagði við mig: „Þú ættir ekki
að fara frá honum. Hann lifir lík-
lega ekki svo iengi, að hann kom-
ist í höfn.“
En Jud lifði þetta af. Hann er
jafnvel farinn að fljúga á nýjan
leik eins og ég. Hann hafði hrapað
10.000 fet án opinnar fallhlífar og
lifað það af vegna furðulegrar
heppni. Cliff Judkins var sem sagt
sá eini flugmaður flugdeildarinnar,
sem miltað hafði verið tekið úr, en
það líffæri springur oft og tíðum
við mikið og hastarlegt fall líkam-
ans og veldur næstum alltaf ban-
vænum blæðingum.
Ef þið sjáið einhvem tíma tvo
þotuflugmenn, sem forðast svarta
ketti og kasta salti yfir öxl sér til
þess að tryggja sér gæfu og gengi,
þá vitið þið, að annar þeirra er
heppnasti flugmaður heimsins. Ég,
sá eldri, er bara vinur hans og er
stundum kallaður „næstheppnasti
flugmaður heimsins."
Maöur gerir sér ekki grein fyrir því, að hundurinn er bezti vinur
mannsins, fyrr en maður hefur veðjað á hest.
Að baki hvers Þess manns, sem kemst áfram í henni veröld, stendur
kona, sem .... gæti varla verið meira undrandi.
Yorkshiremaður einn var á knattspyrnukeppni, og átti heimalið hans
að keppa þar til úrslita. Hann var svo óheppinn að fá sæti fyrir aftan
mann, sem var með risavaxinn, svartan hatt á höfðinu. Hatturinn
var svo stór, að hann skyggði á næstum allan völlinn. „Heyrðu, þú
þarna með hattinn," hrópaði hann, „taktu hann af, góði.“
Maðurinn tók ofan hattinn, en þá gall við í Yorkshiremanninum að
nýju: „Fjandinn hafi það, góðurinn, settu hann bara á þig aftur.
Hausinn á þér er jafnvel stærri en hatturinn."
Þú notar 60 vöðva, þegar þú ygglir þig, en bara 13, þegar þú brosir.
Hvers vegna skyldirðu vera að eyða orkunni að óþörfu?