Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 55

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 55
STJÖRNUSJÁIN MIKLA Á PALÓMARFJALLI 53 konar gler í svona miklu stærri spegil. Af þeim efnum, sem til greina gátu komið, var sambrætt kvarz bezt, að því er snerti ónæmi fyrir hitabreytingum. Bandarískt fyrir- tæki nokkurt hafði þá þegar fram- leitt litla spegla í kíkja úr þessu efni, og var nú farið að rannsaka það nánar, ef svo skyldi reynast að efnið mætti nota í svona langtum miklu stærri spegil. En ekki tókust tilraunirnar með efni þetta betur en svo, að þær voru lagðar á hill- una skömmu síðar, og hafði þá verið miklu til þeirra kostað, og ekki gefizt upp fyrr en í fulla hnef- ana. Vissi nú enginn hvað til bragðs skyldi taka, en til allrar hamingju var stuttu síðar byrjað að prófa efni, sem heitir pyrex, glertegund, sem litlum sem engum breytingum tekur við breytingu á hitastigi, og lengi hafði verið haft í suðupotta. Á þetta efni leizt þeim vel, sem um þetta fjölluðu, og kom þá upp sú vandleysta spurning, hverjwm skyldi falið að steypa glerið. Nú kom það í Ijós, að illu má ætíð fylgja nokkuð gott, en um þetta leyti var kreppan mikla í algleym- ingi, og komu tilboð hvaðanæva frá forstjórum glersteypuverksmiðja, sem fegnir vildu taka að sér svo vel launað verk. Áætlunin var lögð fram fyrir tæknifræðinga við Corning-gler- steypu í New York, og leizt þeim svo vel á að taka við verkinu, að samningur var undirritaður í febrú- ar 1932. Þaulreyndum eðlisfræð- ingi og verkfræðingi, George V. Cauley, var falin umsjón með verk- inu ,og tók hann á sig' ábyrgð á því. f júlí 1932 hafði tekizt að steypa plötu, sem var 1,5 m í þver- mál og stuttu seinna var efninu í helmingi stærri plötu helt í bræðsluofninn, en þegar það var tekið úr ofninum í desember 1933 kom það í ljós að ágætlega hafði til tekizt. Nú þótti Cauley tími kominn til að gera tilraun með að steypa plötu af þeirri stærð, sem fyrirhuguð hafði verið, 5 m, og átti verkið að hefjast í marz 1934. Var nú gert afarstórt steypumót og botninn gerður úr hnúðum úr einöngruðum múrsteinum, sem festir voru á járnbenta steinsteypu. Það var tilætlunin með þessu að gera spegilinn sem líkastan vöfflu á bakhliðinni, með hæðum og dæld- um, og átti þetta að vera speglin- um til styrktar og jafnframt að gera hann léttari. Og í marzmánuði 1934 helltu svo tæknifræðingar bráðnu pyrex í mótið, og tók það verk marga klukkutíma. Á mótinu var lítil svört rúða, sem sjá mátti í gegnum hvað liði. Allt í einu sást í gegnum rúðuna, að einn af múrsteinshnúð- unum losnaði og sveif upp að yf- irborðinu. Svo komu nýir og nýir hnúðar upp. Reynt var að opna lokið á mótinu til þess að ná í stein- ana með töngum, en hitinn var svö mikill, að við sjálft lá að tengurn- ar bráðnuðu. Samt var haldið áfram að hella pyrexinu í mótið þangað til það var orðið fullt, en þegar það sem í því var, var skoðað þremur mánuðum síðar, sást að verkið var allt ónýtt. Að vísu voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.