Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 57

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 57
STJÖRNUSJÁIN MIKLA Á PALÓMARFJALLI 55 heimsstyrjöldinni stóð, en var lok- ið árið 1937. Fyrsta prófun var gerð í september 1938, og þóttist vel hafa tekizt til, en þó voru ýmsir gallar sem iaga þurfti. f ágúst 1941 var svo komið, að ekki vantaði svo sem neitt á að spegillinn væri full- komlega bjúglaga, gera hann að fleygbjúg (parabolskform) með því að láta skiptast á um slípun og fægingu einkanlega utanvert og næst röndinni. Svo mátti heita að slípuninni væri lokið þegar stríðið brauzt út og féll þá verkið niður og var ekki byrjað á því aftur fyrr en seint á árinu 1945. Og þó að ekki skeikaði nema um tíu þúsundasta parti úr millimetra, að spegillinn væri full- komlega fleygbjúgur, þegar komið var fram á sumar 1947, var það ekki fyrr en í nóvember sama ár, sem verkið taldist vera fullkomnað. Síðan var glerið klætt alúmínþynnu og 18. nóv. var spegillinn fluttur upp á Palómar-fjall, á vörubíl, sem smíðaður var í þessu skyni og var á 16 hjólum. Spegillinn var látinn varlega niður í stóran trékassa, og settur á vagninn, og morguninn eftir var hann kominn heilu og höldnu alla leið. Nú var það eitt eftir að setja þetta 14,5 tonna bákn á neðri enda rimlaumgerðarinnar. Þetta var svo vandasamt verk, sem mest mátti verða, því ekki mátti skeika um hálfan millimetra, en samt tókst það með miklum ágæt- um. Þessi risastóri spegill er ekki samfelld glerplata. Eins og áður er sagt er hann að baka til allur gáraður þversum og langsum eins og vaffla, með djúpum hvilftum eða holum. Þettá er gert til þess að smíðin sé sem traustust og styrk- ust eítir þyngd og efnismagni, en sjálft glerið er aðeins 12 cm á þykkt, en spegillinn í heild 63 cm. Hann er svo lítið íhvolfur, að ekki munar nema um 10 cm á rönd og miðju. Spegilflöturinn er svo vandlega slípaður og fægður, að ekki skeik- ar nema um 1/40000 úr millimetra. Og þó að hann sé fleygbjúga að lögun skeikar ekki frá kúlulögun við röndina nema um 1/6 úr milli- metra. Eftir að búið var að slípa og fægja spegilinn, var hann klæddur alúmínþynnu og hafður í lofttómu hylki á meðan. Alúmín er miklu betra en silfur til þessara hluta, það hefur ýmsa kosti fram yfir. Silfurhúðun verður fyrir miklu meiri áhrifum af hitabreytingum, en svo má heita að alúmín sé ónæmt fyrir þeim nema þá á löngum fresti og þó lítið. Spegill nýklæddur silf- urhúð endurvarpar h.u.b. 95% af hinu sýnilega ljósi, — lauðu, gulu, glænu og bláu, en aðeins 4% af útfjólubláu ljósi. En endurvarps- hæfileiki silfraðs spegils dvínar fljótlega, og þarf ekki nema nokkr- ar vikur til að hann endurvarpi aðeins 80% af ljósinu sem á hanm fellur. Þurfti þá að húða hann á misseris fresti. Alúmínspegill end- urvarpar 85—90% bæði af sýni- legu og útfjólubláu ljósi. Enda þótt miklu vandasamara verk sé að húða með alúmíni, en silfri, er það nú orðin föst venja, og er það gert í lofttómu rúmi. Fyrst var það gert á stöðinni á Wilson-fjalli árið 1935. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.