Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
Fram að þeim tíma voru speglarn-
ir húðaðir með silfri.
Þessi geysilega stærð og þyngd
stjörnusjárinnar olli því að bygg-
ing burðarásanna varð miklum
vandkvæðum bundin. Öll hin mikla
vél er borin uppi af tímaásnum —
sem stefnir nákvæmlega eins og
möndull jarðarinnar — og var því
óhugsandi að hafa kúlulegur, þar
sem núningsslit hefði þá orðið allt-
of mikið. Einu legurnar sem tryggt
gátu að hreyfingin yrði bæði mjúk
og jöfn, voru rennilegur. Þykkum
olíuvökva er dælt inn í hinar
tvennar rennilegur við 17 og hálfr-
ar loftþýngdar þrýsting. Myndast
þar þá þunn olíuhimna, tæplega
tíundi hluti úr millimetra á þykkt,
og verður þá núningsslitið mörg
hundruð sinnum minna en ef not-
aðar hefðu verið kúlulegur.
Þegar tvennar rennilegur eiga að
bera uppi 500 smálesta þunga sam-
anlagt er álagið í hvorum legum
fyrir sig vissulega mjög mikið. Dæl-
urnar, sem tempra olíurennslið að
rennilegunum, eru þannig útbún-
ar, að bili ein þeirra, jafna hinar
það samstundis upp með aukinni
olíugjöf. Svo mjúklega gengur öll
hin mikla vél á smurðum liðamót-
um sínum, að rafmagnsmótor með
hálfu hestafli nægir til að snúa
henni um ásana, og þar með að
beina opinu að hvaða himinbletti
sem er. Þetta sýnir hve mjúklega
ásarnir snúast í hinum olíusmurðu
legum.
Þegar stjörnufræðingur ætlar að
fara að nota stjörnusjána til þess
að taka mynd, t.d. af annarri vetr-
arbraut, þá á hún, með öllu sem
henni. tilheyrir, að snúast mjög
hægt um tímaásinn, það er burð-
arásinn sem stefnir eins og jarð-
möndullinn, því að með þessu get-
ur gangur vélarinnar um ásinn
jafnast upp á móti göngu jarðar-
innar um sjálfa sig. Verður þá út-
koman eins og stjömusjáin standi
kyrr í geimnum, Til þess að gefa
nokkra hugmynd um þá nákvæmni
sem þarf að beita þegar stjörnusjáin
er látin fylga eftir því sem mynda
þarf, má hafa þennan samanburð:
Maður er á gangi í 30 kílómetra
fjarlægð( frá fallbyssuopi, sem mið-
að er á hann, og heldur hann á
opnum hring, sem er 4 cm í þver-
mál. Til þess að jafnast á við mið-
unarnákvæmni sjónaukans mikla
þyrfti fallbyssan að geta komið
skoturn sínum í gegnum hringinn,
jafnt og þétt, tímunum saman, og
þó þannig að maðurinn stefni þvert
á miðurnaráttina.
Þegar Hale-sjónaukinn var nær
fullsmíðaður í árslok 1947 var það
fyrsta verk smiðanna að vita hvern-
ig hann reyndist þegar honum var
beint að stjörnunum. Allt árið 1948
var verið að gera á honum tilraun-
ir og athuganir til reynslu, og komu
þá fram ýmsir smávegilegir gallar,
en það var raunar engin furða, þar
sem um svo risavaxið nákvæmnis-
verk var að ræða. Það kom til dæm-
is í ljós að spegillinn lá ekki alveg
í réttum skorðum í umgerðinni, og
ekki var heldur lögun spegilflat-
arins orðin alveg eins og hún átti
að vera. Árið 1949 varð um tíma að
taka spegilinn úr umgerðinni og
flytja hann á sjóntækjaverkstæð-
ið í Pasadena, til þess að slípa jað-