Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 60

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 60
58 ÚRVAL arbrautin vera svo miklu minni en okkar? En þetta leiðréttist um leið og séð varð að Andrómeda mundi vera í nær tveggja milljóna ljósára fjarlægð í stað 700 þúsunda eins og áður var útreiknað. Stjörnufræðingur sem kemur til starfa á Palomarfj alli, hlýtur að skynja þann undarlega hugblæ sem leikur þar um. Hann ekur ásamt aðstoðarmanni sínum upp á háfjallið og ganga þeir þar inn í hina dimmu hvelfingu sjónaukans. Þeir líta til himins til þess að sjá hversu tært loftið muni vera, og síðan tala þeir saman um það sem starfinu viðvíkur. Síðan fara þeir hvor sína leið. Stjörnufræðingur- inn fer i hlýjan flugmannsbúning úr ull og fer síðan í lyftu upp að sjón- aropi spegilsjónaukans, en aðstoð- armaðurinn sezt vlð stjómmæla- borð niðri á gólfi hvelfingarinnar. Á þessu borði er fjöldinn allur af kringlum og hnöppum, og með því að færa þá til á réttan hátt getur aðstoðarmaðurinn beint stjörnu- sjánni miklu í hvaða himinátt sem er. Stjörnufræðingurinn situr í litl- um klefa við efri endann á grind- arhylkinu langa, svo að tækinu er snúið beint upp, er hann þá í svim- andi hæð yfir gólffletinum. Aðal- starf hans sem athuganda, er í því fólgið að taka myndir af fjarlæg- um vetrarbrautum. Meðan verið er að lýsa plötuna, en á því getur staðið allt upp undir klukkutíma, verður hann að gæta þess vandlega, að tiltekin miðunarstjarna standist ávallt á við miðjan þráðarkross sem komið er fyrir innanvert við sjón- aropið, en beri eitthvað út af þess- ari miðun verður hann að leiðrétta það með litlum skrúfum sem til þess eru ætlaðar. Plata sem búin er að fá ljós nógu lengi, er tekin úr og önnur sett í staðinn, en sam- tímis er stjörnusjánni beint að annarri vetrarbraut. Stjörnuathug- andinn er jafnan í símasambandi við aðstoðarmann sinn við mælaborðið, en hlutverk hans er að beina stjörnusjánni að hverjum þeim stað á himni, sem stjörnufræðingurinn vill láta ljósmynda, auk þess sem hann gáir alltaf á klukkuna og seg- ir til þegar platan er búin að vera nógu lengi. Aðstoðarmaðurinn fær að heyra í símanum miðunartölur og tíma- lengd ljósmyndunar á því sem stjömufræðingurinn vill næst láta taka mynd af. Þannig er haldið áfram alla nóttina, að undanskildu stuttu kaffihléi um miðnætur- skeið. í hvert sinn sem þarf að snúa hvelfingunni vegna nýrrar miðunar, brakar og drynur eins og frá fjar- lægu þrumuveðri, en þess á milli er allt hljótt. Hið eina sem heyr- ist í hinni dimmu hvelfingu er lágt suðið í litla rafmótornum, sem snýr sjónaukanum, ofurhægt, þannig að jafnist upp á móti snúningi jarðarinnar, og spegillinn beinist að sama himinbletti meðan á myndatökunni stendur. Þegar eldar af morgni er stjörnuathugand- inn orðinn stirður í öllum liðamót- um af því að sitja í hnipri klukku- tímum saman í litla klefanum sín- um. En í vönduðum bústað hinum megin á fjallinu bíður hans mjúkt og hlýtt rúm, þar sem hann getur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.