Úrval - 01.02.1968, Side 67
65
ORÐ
OG
ORÐASAMBÖND
Hér fara á eftir 20 sjaldgæf orð með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu þína i íslenzkri tungu og auk Þú við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu. — Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér
einkunn og metið þannig getu sína, þ.e. 0,5 fyrir hvert rétt svar. Ef þú
finnur rétta merkingu 19—20 orða, ert þú að líkindum mjög fróöur, en
fróður, ef þú færð 17—18 orð rétt. Éf þú þekkir færri en 10, ertu fáfróöur.
1. ósvinnur: ólaginn, þrjózkur, ókurteis, tryggur, óvitur, hyskinn, starf-
samur, vitur, laginn.
2. munngát: skíriífi, sjúkdómur, sælgæti, áfengur drykkur, varkárni í orð-
um, þagmælska.
3. flái: framburðargalli, op, lævísi, flotholt, klettur, fen, halli.
4. að skræmta: að reka upp vein, að gefa frá sér lágt hljóð, að öskra, að
hræða, að rífast, að jagast, að renna til, að kvarta.
5. þvara: tuska, hnífur, hrífa, pottkrókur, pottskafa, lítil ár, krókstjaki,
þrjózk kona, austa.
6. karri: illviðri, glampi, þýfi, raus, karlrjúpa, andarsteggur, barningur,
ullarkambur.
7. að hafa njóð af e-u: að hafa skapraun af e-u, að reiðast e-u, að hafa
ánægju af e-u, að frétta e-ð utan að sér, að hafa allsnægtir af e-u, að
hafa óþægindi af e-u.
8. skúm: himna, ryk, hégómi, dimma, skýjabakki, óhreinindi, undirferli,
fugl fiskur.
9. að geifla sig: að glenna sig, að ræskja sig, að aka sér, að gretta sig,
að verða vondur, að rífast, að sýna yfirgang.
10. hregg: óveður, losti, galli, él, stormur með úrfelli, hrakningur, átök, hví.
11. felmtur: ofsastormur, uppburðarleysi, ótti, ágirnd, óvissa, ofsahræðsla,
óðagot, hraði.
12. hlaut: drafli, dæld, land, mysa, hleypir, undanren.nufroða, áfir, fórnar-
blóð, áburður, heigulsháttur.
13. að ijósna: að gera e-ð uppskátt, að verða ljótur, að gera Ijótan, að lýs-
ast, að slá, að prýkka, að snyrta.
14. seggur: brotlegur, poki, maður, þolinn, snöggur, maki andarinnar.
15. pati: óljós fregn, áherzla með hjálp hreyfinga og svipbrigða, óljós grun-
ur, drenghnokki, feitur maður, óðagot, flautaþyrill.
16. spík: mjó spýta, málæði, mjótt band, brún, fatnaður, slitinn ljár, hengil-
mæna.
17. fnös: gnípa, op, nasablástur, ræsking, hnegg, öskur, hóstakjöltur.
18. gálkn: öndunarfæri fiska, hvalskíði, varfærni, mei-gð, skrímsl, merki.
19. ganta: fifl, lauslætisdrós, óþekktanstelpa, gamansöm kona, ofsi, hrekkur,
prettir, hávær kona.
20. rumpur: ruddi, hrúga, hnúður, sitjandi, yfirgangsseggur, þjófur, dugn-
aðarforkur.