Úrval - 01.02.1968, Page 86

Úrval - 01.02.1968, Page 86
84 fimmtu hluta svínanna. Þessi fjölda- slátrun stendur Rússlandi fyrir þrifum enn þann dag í dag. Þegar Khrushchev barmaði sér yfir þeirri staðreynd árið 1953, að það væru 8—9 milljón færri kýr í Sovétríkj- unum en árið 1928, átti hann við áhrifin af þessari mótspyrnu smá- bændanna. Árið 1932 hafði verið komið á samyrkjubúskap á næstum 80% ræktaðs lands í Sovétríkjunum. Og haustið 1932 upphófst hin önnur mikla hungursneyð Sovéttímabils- ins. Þessi hungursneyð er algerlega sérstæð í sögu mannkynsins, vegna þess að hún var búin til af manna- völdum og henni var viljandi leyft að hafa sinn gang til þess að refsa 40—50 milljónum manna. Eftir að smábændurnir höfðu verið neyddir til að gangast undir ok samyrkjubúskaparins, unnu þeir gegn kerfinu með því að sá aðeins nægilegu korni til eigin nota. En þeir vanmátu grimmd óvinarins. Kremlstjórnin sá, hvað var í vændum. Korn var þá ódýrt á heimsmarkaðinum, tiltölulega lítil peningaupphæð, sem beint hefði verið til kornkaupa fremur en meiri vélakaupa erlendis, hefði getað komið í veg fyrir hræðileg- an harmleik. En Stalín ákvað að taka alla uppskeruna með valdi frá hinum þrjózku bændum og láta þá svelta. Enn á ný gerði herinn, GPU-leynilögreglan og sérstaklega útnefndir „löggæzlumenn" flokks- ins innrás á akrana og í sveita- þorpin. Heilu vörubílalestirnar fluttu burt hvert egg, hvern kál- haus, hvern ávöxt og hvert hveiti- ÚRVAL korn, sem þeir gátu náð tangar- haldi á. Hungursneyðin náði hámarki í árslok árið 1932. Á hverjum morgni var líkum næturinnar safnað sam- an í bæjum Úkraínu og Kákasus- héraðanna. Meðfram vegunum lágu líkin í hrönnum. Vart var við mann- át, og breiddist það út í þeim hér- uðum, sem verst urðu úti. „ÓÞRESKTIR STÖNGLAR" Hvað fengu kommúnistar svo í aðra hönd fyrir allt þetta mann- úðarleysi? Landbúnaðarkerfi, sem hefur aldrei verið vel starfhæft. Eftir 38 ára samyrkjubúskap eru Sovétríkin enn ófær um að fæða þjóðina sómasamlega. Landbúnað- arframleiðslan ef sú lægsta í öllum af meiri háttar ríkjum heimsins, þegar miðað er við vinnustund og ekru. Rússland var áður einn helzti kornútflytjandi í heimi, en hefur nú gerzt korninnflytjandi. Starf landbúnaðarverkafólks á samyrkjuökrunum er enn fremur lélegt, og oft er jafnvel um vilj- andi skemmdarstarfsemi að ræða. Blöðin skammast stöðugt vegna hirðuleysis eða tafa við uppskeru- vinnu, flutning uppskerunnar og viðhalds tækja. Opinberir flokks- embættismenn gera ráð fyrir því og eru þá ómyrkir í máh, að fjórð- ungur af áburðinum komist aldrei alla leið út á akrana. Mikið af hon- um liggur kyrrt nálægt járnbraut- arlínunum, þar sem honum er kastað úr lestunum, og þar harðn- ar hann smám saman, þar til hann er orðinn harður eins og steinn. Kornverzlanir ríkisins fá ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.